Dagskrá aðalfundar AÍH – 11.mars kl. 20:30


Aðalfundur Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 11. mars n.k. kl. 20:30 í Álfafelli, Íþróttahúsinu við Strandgötu, eins og áður hefur verið auglýst. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
A) Setning.
B) Kosnir fastir starfsmenn.
C) Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
D) Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs.
E) Deildir gefa skýrslur.
F) Umræða um skýrslur. Afgreiðsla reikninga.
G) Kosnar fastar nefndir.
H) Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
I) Lagðar fram tillögur að lagabreytingum.
J) Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
K) Þinghlé.
L) Nefndaálit og atkvæðagreiðslur um tillögur.
N) Önnur mál.
O) Fundargerð lesin.
P) Fundarsliti.
Samkvæmt lögum eru kjörgengnir 10 fulltrúar frá hverri deild utan aðalstjórnar. Hvetjum þó alla félagsmenn til að mæta.

Skildu eftir svar