Skráningu lýkur í kvöld

Nú styttist óðfluga í þann merka atburð Mývatnshátíð. Skráningarfrestur er að renna út í Ískross og Snocross þannig að þið sem ætlið að vera með vinsamlegast drífið í að skrá ykkur því það er ekki mögulegt að skrá sig eftir að skráningarfrestur rennur út, hisjið nú upp um ykkur og farið á vef msisport.is og skráið ykkur fyrir miðnætti í kvöld og gerum 30 ára afmælismót á Mývatni það allra glæsilegasta sem haldið hefur verið í manna minnum.

Það verður hægt að skrá sig í hillcross, samhliðabraut og ísspyrnu á staðnum en ískross og snocross verður að skrá á msísport.is eins og áður var sagt en aldrei er góð vísa of oft kveðin sértaklega þegar gírhausar eru annars vegar, það verða fleiri þúsund manns á staðnum að sögn Stefáns baðvarðar og gleðin verður við völd. Sjáumst á skaflinum, Stebbi gull.

Skildu eftir svar