Sögustund hjá Slóðavinum

Næst á dagskrá Slóðavina er Sögustundin. Ferðalög um Ísland á mótorhjólum hafa verið stunduð af íslendingum sem útlendingum frá því snemma á tuttugustu öldinni. Þessum frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum verða gerð skil í máli og myndum þriðjudagskvöldið 17. mars. Til okkar koma reynsluboltar með ferðasögur, auk þess sem til sýnis verða nokkur af þeim hjólum sem voru hvað vinsælust til ferðalaga fyrir um 30-40 árum síðan. Á veggjum verða ljósmyndir af skemmtilegum augnablikum, en þess má geta að í lok kvöldsins verður Mótorhjólasafni Íslands falið að varðveita myndirnar.

Sögustundin er styrkt af Bernhard, og fer dagskráin fram í húsakynnum þeirra, Vatnagörðum, og hefst formleg dagskrá kl. 19:00 þó húsið opni kl. 18:00. Dagskrá kvöldsins má nálgast á vef Slóðavina, www.slodavinir.org.

Slóðavinir hvetja allt áhugafólk um ferðalög á mótorhjólum að fjölmenna

Bók Njáls Gunnlaugssonar, Þá riðu hetjur um héruð, verður seld á kvöldinu til styrktar Mótorhjólasafni Íslands.

Skildu eftir svar