Vefmyndavél

Óvænt úrslit í Supercrossinu

Reed á Suzuki leiðir James Stewart

Meistarinn Reed á Suzuki leiðir James Stewart

Það voru heldur betur óvænt úrslitin í fyrstu umferðinni í AMA Supercrossinu í Ameríku í gær. Í báðum flokkum voru það minni spámenn sem nældu sér í sigur.

Flestir höfðu búist við að James Stewart eða Chad Reed myndu ná að sigra 450cc flokkinn og lengi leit út fyrir það. Þeir áttu frábæra keppni og skiptust 5 sinnum á að hafa forystu áður en þeir keyrðu saman og duttu báðir. Josh Grant fékk sigurinn því á silfurfati en Reed náði að standa á fætur og ljúka í þriðja sæti þrátt fyrir að vera frambremsulaus eftir krassið. Stewart náði ekki hjólinu sínu í gang og hætti keppni. Josh Grant var að keppa í sinni fyrstu keppni í stóra flokknum.

Í 250cc flokknum voru allir að bíða eftir að sjá ungu upprennandi stjörnurnar Ryan Dungey, Jason Lawrence og Trey Canard slást um sigurinn. Það varð þó ekki raunin því Canard og Lawrence duttu saman í annari beygju og voru lengi á fætur. Jake Welmer á Kawasaki tók því bikarinn heim.

450cc Úrslit í Anaheim 1

1. Josh Grant (Yam)
2. Andrew Short (Hon)
3. Chad Reed (Yam)
4. Timmy Ferry (Kaw)
5. Ryan Villopoto (Kaw)
6. Ivan Tedesco (Hon)
7. Heath Voss (Hon)
8. Ben Coisy (Hon)
9. Nick Wey (Yam)
10. Paul Carpenter (Kaw)
11. Mike Alessi (Suz)
12. Davi Millsaps (Hon)
13. Cole Siebler (Hon)
14. Matt Boni (Hon)
15. Kevin Windham (Hon)
16. Josh Hill (Yam)
17. Steve Boniface (Hon)
18. Bobby Kiniry (Kaw)
19. James Stewart (Yam)
20. Josh Summey (KTM)

250cc Úrslit í Anaheim 1

1. Jake Weimer (Kaw)
2. Ryan Morais (Kaw)
3. Ryan Dungey (Suz)
4. Chris Blose (Hon)
5. Jason Lawrence (Yam)
6. Ryan Sipes (KTM)
7. Justin Brayton (KTM)
8. Jeff Alessi (Hon)
9. Ben Evans (Hon)
10. Chris Gosselaar (Kaw)
11. Ryan Clark (Hon)
12. Sean Borkenhagen (Hon)
13. Adam Chatfield (Suz)
14. Trey Canard (Hon)
15. Shaun Skinner (Hon)
16. Cedric Soubeyras (Yam)
17. Mike Sleeter (KTM)
18. Michael Horban (Yam)
19. Dan Reardon (Hon)
20. Kyle Cunningham (Kaw)

Leave a Reply