Gleðilegt nýtt ár

Motocross.is óskar ykkur gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir þau gömlu.

Árið 2008 var ágætt hjá motocross.is. Heimsóknir á vefinn voru svipaðar og árið á undan og má því segja að hann sé orðinn fastur liður í mótorhjólamenningunni enda farinn að nálgast fermingaraldurinn. Vefurinn var tekinn í gegn í nóvember í tilefni af 30 ára afmæli VÍK og er sú framkvæmd rétt að byrja. Strax á nýju ári má fólk búast við áframhaldandi miklum breytingum. Bæði verða breytingar á innihaldi og útliti og ekki má gleyma tækninýjungum sem eiga eftir að koma smátt og smátt. Fylgist því vel með og hjólið varlega á árinu.

Ein hugrenning um “Gleðilegt nýtt ár”

Skildu eftir svar