KKA fær stærra svæði

KKA hefur fengið leyfi frá og með 01. janúar 2009 til að starfrækja æfinga og keppnissvæði í Torfdalnum sem er norðan við svæði félagsins í Glerárhólum. Svæðið afmarkast núna að austan af veginum inn á svæðið, að sunnan af vegi upp á skotsvæði og að norðan af Hlíðarfjallsveginum. KKA þakkar bæjarstjórn Akureyrar fyrir traustið. Á svæðinu mun KKA búa til þolaksturleiðir og reiðhjólabrautir. KKA mun halda Íslandsmót á svæðinu í þolakstri 13. júní 2009. KKA hefur verið með þolakstursbrautir á neðra svæðinu og mun sú starfssemi færast upp eftir á svæðið í Torfdalnum. BA fær fljótlega úthlutað neðra svæðinu og mun hefja framkvæmdir við sitt svæði þar á næstunni.

Tekið af KKA.is

Ein hugrenning um “KKA fær stærra svæði”

Skildu eftir svar