Vefmyndavél

Úthlutað úr afrekssjóði SPRON og ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis standa saman að sjóði sem hefur það að markmiði að styrkja ungt og efnilegt íþróttafólk í Reykjavík. Úthlutað var úr sjóðnum í áttunda skiptið í gær í Íþróttamiðstöðini í Laugardal. Þess má geta að sjóðurinn hefur styrkt reykvískt afreksstarf um 30.000.000kr undanfarin þrjú ár. Veittir voru styrkir vegna 32 afreksverkefna íþróttafélaganna í Reykjavík en alls bárust 53 umsóknir í sjóðinn. Heildar upphæð styrkjanna að þessu sinni er 2.520.000kr.

Velhjólaíþróttafélagið VÍK átti einn íþróttamann þarna í dag en það var Gunnlaugur Karlsson # 111 og hlaut hann 70.000.- vegna keppnis og æfingaferðar.

Leave a Reply