Vefmyndavél

„Winter hard Enduro“ keppni í lok nóv á Akureyri?

Mótanefnd KKA vill kanna áhuga Íslenskra hjólamanna á að halda svokallaða „Winter Hard Enduro“ keppni í lok nóvember á eða nálægt Akureyri. Fyrirkomulagið yrði þannig að kl. 16:00 væri ræst (hópstart/deadstart) í MJÖG svo krefjandi og erfiðan hring ca 6-10 km, flaggað væri út eftir 2 klst. Eftir hlé yrðu aftur ræstir þeir sem kláruðu fyrri hluta og þá ekinn sami hringur (öfugur), ræst kl. 20:00 og flaggað út eftir 2 klst. Gert er ráð fyrir að aðeins hluti keppenda nái að halda áfram í seinni hringinn, og enn færri nái að ljúka keppni yfir höfuð.

Að undanförnu hefur Mótanefnd KKA skynjað að þessi grein í Enduro sportinu á Íslandi hafi vaxið töluvert og vill gefa þeim sem það kjósa að reyna á yrstu þolmörk manns og hjóls í keppni sem á sér enga hliðstæðu hér á landi,keppni sem aldrei hefur verið haldin áður. Ljóst er að búnaður eins og góð næturlýsing er lykilatriði í svona keppni, en fjölmargir enduromenn hérlendis stunda einmitt nú þegar vetrar-svaðilfarir að kvöldlagi á nagladekkjum. Keppnin (ef af henni verður -og næg þátttaka næst) mun bera nafnið „Dugðu eða Drepstu“.

Sett hefur verið í gang skoðanakönnun á www.kka.is til að kanna áhuga manna og lýkur kosningu laugardaginn 1. nóvember 2008

KJÓSTU NÚNA !

Leave a Reply