Vefmyndavél

MX of nations styrkir

Stjórn MSÍ hefur valið landslið sem fer á Motocross Des Nations fyrir Íslands hönd. Mótið verður haldið í Donington Park í Bretlandi dagana 27. og 28. September. Liðsmenn eru Aron Ómarsson á Kawasaki, Einar Sverrir Sigurðarson á KTM og Valdimar Þórðarson á Yamaha. Liðstjóri er Haukur Þorsteinsson.

Mikill kostnaður liggur á bakvið svona ferðar og óskar þessvegna landsliðið eftir öllum þeim styrkjum sem einstaklingar og fyrirtæki kunnu að geta veitt þeim.

Þeir sem vilja styrkja landsliðið okkar geta lagt inn á reikning: 0526-14-400235 kt. 171064-6949. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja landsliðið með stórum styrkjum geta haft samband við Teddu í síma 896-1318. 

Eins og fyrr segir er kostnaður vegna svona ferðar gríðarlega mikill en flytja þarf hjól og menn út til Bretlands o.fl. o.fl. Munið svo að margt smátt gerir eitt stórt.

Leave a Reply