Vefmyndavél

MotoMos brautin opnar 17.júní

Þann 17 júní kl 12:00 mun brautin okkar verða opnuð.  Af því tilefni verður halldið mikið „húllumhæ" og eru að sjálfsögðu allir boðnir velkomnir.  Opið verður fram til kl 21:00.

Nokkrir af bestu motocross ökumönnum landsins verða á staðnum og verða með tilsögn ef fólk vill.
 
Allar nánari upplýsingar eru komnar á heimasíðu félagsins www.motomos.is .
 
Að lokum viljum við ítreka þakkir okkar til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóginn við gerð brautarinnar.  Sérstakar þakkir fá Eysteinn hjá Suðurverk og Þórir „sívinnandi". Félag með menn eins og þessa og fleiri innanborðs getur flutt fjöll, enda er reyndar bókstaflega búið að gera það.
 
Einnig viljum við þakka Mosfellsbæ og öðrum sem hafa aðstoðað okkur og styrkt á ýmsan hátt. 
 

Kveðja, Stjórn MotoMos.

Leave a Reply