Nýtt viðmiðunarkort

Nýtt viðmiðunarkort fyrir Enduro-frístundaakstur hefur verið gefið út, kortið verður endurskoðað næst 22.maí . Viðmiðunarhæð hefur verið hækkuð úr 200m upp í 300m, og er það rífleg hækkun miðað við ástandið.
Kortið gefur tilfinningu fyrir því hvaða leiðir eru enn ófærar vegna bleytu, og sumstaðar geta enn verið snjóskaflar í þessari hæð.
Snúið hiklaust frá leiðum þar sem hjólin byrja að sökkva, og geymið til betri tíma!
Vegna frostbleytu og mikilla rigninga, hefur því verið ákveðið að ALLIR slóðar í Bolaöldum verða lokaðir framm yfir keppninna 17.maí!

Stöndum vörð um slóðana, góðar stundir!

Smellið hér fyrir stærra kort


Skildu eftir svar