Nýjar reglur í Enduro

Mótorhjóla og Vélsleðasamband Íslands hefur gefið út nýjar reglur um
keppni í enduro þar sem skerpt hefur verið á reglunum. Á meðal
breytinga má nefna  að nú er

 • Enduro 1 flokkurinn fyrir 100-150cc tvígengis og 175-250 fjórgengis
 • Æskilegt er að keppendur noti olnbogahlífar.
 • Æskilegt er að keppendur noti hnéspelkur af viðurkenndri gerð.
 • Æskilegt að keppendur noti hálskraga af viðurkenndri gerð.
 • Hámarkshávaði frá útblástursröri skal vera undir 98db, mælt einn metra fyrir aftan hjól.
 • Aðstoðarmenn eru á ábyrð keppanda, verði þeir uppvísir að óíþróttamanslegri hegðun er keppnisstjóra heimilt að vísa keppanda úr keppni eða beyta hann refsingu.
 • Ef keyrðar eru 2 umferðir sama daginn telst sá sigurvegari sem
  hlítur flest sameiginleg stig eftir daginn, ef keppendur skilja jafnir
  gildir betri árangur í seinni umferð til sigurs.

Auðvitað er það hverjum keppenda nauðsynlegt að kunna reglurnar utanbókar og því er rétt að smella á linkinn og byrja að læra

icon Reglur 2008


Skildu eftir svar