Vefmyndavél

Trial sýning hjá JHM sport föstudaginn 10. mars

Föstudaginn 10. mars opnar JHM SPORT á nýja og endurbætta verslun og verkstæði. Að því tilefni verður slegið upp léttri skemmtun fyrir utan verslunina á Stórhöfða 35 þar sem trialsíþróttin verður kynnt auk þess sem 2006 árgerðirnar af GasGas og TM hjólum verða til sýnis. Hjólalyftur frá Bike Lift verða kynntar en þær eru


 mjög fullkomnar og ráða við hjól í öllum stærðarflokkum allt frá klifurhjólum upp í fullvaxta Goldwing hlunka. Það er engin annar en trialsstjarnan Steve Colley sem ætlar að vera með sýningu og létt áhættuatriði á trialshjólinu sínu fyrir utan JHM en byggð hefur verið lítil trialsbraut fyrir kappann. Klifur, stökk, reykspólskeppni á pittbike, trialsklúbburinn Palli mætir á svæðið og margt fleira. Hefst dagskráin klukkan 18:30 og stendur til 20:30. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir hjólamenn og konur hjartanlega velkomin og upplifa vorið sem virðist komið í flesta. Menn geta lagt á planinu við JHM Sport meðan pláss leyfir en eftir það er mönnum bent á að nóg er af bílastæðum í kring. Sjáumst.

Leave a Reply