Félagsfundur í næstu viku – enduro

Bara rétt að minna á félagsfund VÍK í næstu viku. Umræðaefnið að þessu sinni er enduro á Íslandi.  Farið verður almennt í skipulag enduro-ferða og reynt að fokusa á ferðalög á hjólum frekar en stutt skrepp frá bílskúrnum.  Enduro er ekki bara stundað á <525cc hjólum.  Því hvet ég þá sem eru að hjóla á stærri hjólum

 að koma líka og jafnvel eignast nýja ferðafélaga.

Í ljósi þess að nú í vikunni á umhverfisnefnd VÍK fulltrúa á ráðstefnu um enduro í Alabama, USA, verður hluti að félagsfundinum notaður til að greint frá því markverðasta sem kaninn er að gera og hvort við getum eitthvað lært af þeim.  Eftir því sem ég best veit voru þeir í svipuðum hremmingum fyrir 40 árum og við erum í dag.  Sýndar verða myndir frá ráðstefnunni og eitthvað fleira.

Við stundum ekki enduro án þess að hafa slóða/leiðir.  Sífellt fleiri eru að koma inn í sportið og þörfin á öflugri upplýsingagjöf  um slóða og leiðir því nauðsynleg.  Þetta er bara ekki svona aðvelt því mikið af þeim leiðum sem við erum að fara eru "ólöglegar" skv. umferða- og náttúruverndarlögum.  Umræðan um gps-banka hvefur því komið upp öðru hverju.  Á félagsfundinum færi gaman að heyra sjónarmið fundarmanna og hvaða leiðir við höfum til að koma okkur upplýsingum til þeirra sem þær þurfa.

Með enduro-kveðju frá Alabama, Jakob.

Skildu eftir svar