Ónumið land

Kannski að maður sé endanlega farinn yfir um? Ég veit að
þetta kallast varla mótorhjól; 69 kíló, pínulítið kríli, heyrist varla í þessu
og rétt hreyfist úr sporunum. En þetta er staðreynd, það er búið að skipta út
enduro-hjólinu úr skúrnum fyrir GasGas-klifurhjól eða Trials-hjól eins og það er
líka kallað. Það sem var erfiðast við að taka þetta skref er að maður óttast að
verða fyrir vonbrigðum því ég er ekki viss um að þetta veiti neina útrás af
viti. Ætli ég eigi það ekki sameiginlegt með flestum Íslendingum sem hafa notað
torfæruhjólin til að fá löglega útrás fyrir frumhvatirnar. Ég meina, maður er
vanur stórum mótorum, miklum látum og enn meiri hraða en ekkert af þessu
fyrirfinnst í Trials. Hvað er ég þá að spá?


Klifurhjólin eru fislétt eins og sjá má.

Lesa áfram Ónumið land

Hvað gerðist á málþingi um utan vega akstur?

Laugardaginn 30. apríl stóð Landvernd og Umhverfisstofnun fyrir málþingi um akstur utan vega. Á málþingið mættu áhugamenn um efnið, sem og fulltrúar hagsmunaðila, frjálsra félagasamtaka og stofnana. Mótorhjólamenn létu sitt ekki eftir liggja og mættu tveir á fundinn; fulltrúi umhverfisnefndar og Kristján Grétarsson. Kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Málþingið skiptist í tvennt, annars vegar erindi og hins vegar pallborðsumræður. Það var nokkuð ljóst á meðan erindin voru flutt að gamlar syndir fylgja okkur um langa tíð. Frægar myndir sem teknar voru fyrir 
Lesa áfram Hvað gerðist á málþingi um utan vega akstur?

Fréttatilkynning 7 af 8

Þá kemur mánaðarpistillinn frá undirbúningsklíkunni.  Nú er kominn tími til að upplýsa hverjir eru þessi undirbúningsaðilar. Þetta eru Hjörtur L. Jónsson  (sem er hugmyndarsmiðurinn), Jói Þórðar(formaður Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar) og spússa hans Helga á Sauðárkrók sjá um undirbúningsvinnu og fl. á Sauðárkrók (betla bikara, safna stikum og fl.), Valli sér um ….. sjá pistil
Lesa áfram Fréttatilkynning 7 af 8