Hestar og hjól

Þessa dagana er mikið um að það sé verið að koma hestum í haga. Oftar en ekki nota hestamenn tækifærið og ríða í sveitina, hvort sem þeir eru á leið á suðurlandið, Borgarfjörðinn, eða þaðan af lengra. Mikil traffik hesta er því á slóðum og vegum á þessum svæðum og á leiðum út frá borginni. Biðjum við alla hjólamenn að sýna ýtrustu varkárni og tillitsemi, fara út í kant og drepa á hjólunum og bíða þar til að ljóst þykir að hestarnir fælist ekki vélarhljóðið. Tillitsemi kostar ekkert.

Skildu eftir svar