Bréf frá Vestmannaeyjum

Vefnum hefur  borist bréf frá Vestmannaeyingum sem er birt hér.

Við Vestmannaeyingar erum „MJÖG“ ósáttir við drög að keppnisdagatali næsta árs, þar sem okkur er úthlutað bikarkeppni á aðal hjólaferðahelgi ársins. Þar sem við héldum íslandsmót í fyrra um hvítasunnuhelgina og nokkurrar óánægju gætti hjá keppendum vegna ferðaleysis Herjólfs og annríkis endúrókappa. Hér með óskum við eftir að keppnisdagatal Víkur verði endurskoðað, og við Vestmannaeyingar fáum úthlutað einni keppni í íslandsmótinu 2002, þar sem við teljum okkur hafa staðið vel að undirbúningi og keppnishaldi undanfarin ár. Við teljum að nauðsynlegt sé að fá eina umferð í íslandsmótinu til að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu sportsins.

Skildu eftir svar