Tafir / Fréttaskot / Villur

Þessa dagana hafa orðið smá tafir á því að upplýsingar birtast á vefnum.  Umsjónarmaður er í sumarfríi og skemmtir sér konunglega í sól og heiðríkju og „nennir“ ekki alltaf að athuga póstinn sinn.
Fréttaskot / Heyrst hefur berast vefnum frá ýmsu aðilum.  Þessi texti er tekinn beint („copy/paste“) og reynt er að leiðrétta þær stafsetningarvillur sem blasa við.  Hjólamaður sendi inn „Heyrst hefur…“ um að Haukur og Þór hafi farið með 6 sveita enduró… (10.07.01)  eins og sést hér til hliðar.  Leiðrétting barst vefnum hinsvegar í gær þar sem fram kemur að þetta á að vera „sveitta enduró“ en ekki „sveita enduró“.  Vefstjóri telur hinsvegar enga þörf á leiðréttingunni þar sem hvort heldur á vel við.

Skildu eftir svar