Sumarið er tíminn og nú er gott að yfirfara tugguna.

Að lokum ætlum við að koma með nokkra punkta sem hinir ýmsu MEKKAR hafa gefið okkur.

Aldrei að byrja sumarið með gamalt bensín á tankinum. Notið það frekar á einkabílinn.

Skiptið reglulega um frostlöginn á tuggunni, hann er ekki bara fyrir frostþol, líka fyrir hitaþol og tæringu.

Skiptið MJÖG reglulega um olíu og olíusíu- þar sem það á við.

Bremsuvökva þarf að endurnýja reglulega, einnig þarf að yfirfara allan hreyfanlegan búnað í bremsunum og smyrja eftir þörfum. Að sjálfsögðu þarf að endurnýja bremsuklossa líka, en það vita allir.

Við þrif á hjólinu með háþrýstidælu skal ALDREI beina bununni beint að  pakkdósum. Ef það er gert er hætta á því að vatn komist inn að legunum og skemmi þær.

Tæmið loft af framdempurum eftir hvern hjólatúr. ( hafið hjólið á standi með framdekkið á lofti ) Best er að gera það eftir þrif á hjólinu en ekki strax eftir hjólatúrinn.

Skiptið um olíu á dempurum amk einu sinni á ári, sérstaklega á þetta við framdemparana. Afturdemparaolían dugir aðeins betur, en þó skynsamlegt að endurnýja einu sinni á ári.

Ef ykkur vantar upplýsingar um reglulegt viðhald!! Spyrjið næsta vana hjólamann, margir hverjir eru hoknir af reynslu og finnst ekkert mál að segja til.

Vonandi hafa þessir punktar hjálpað ykkur eitthvað.

Punktar frá stjórnarfundi VÍK 11.04.13

Það er að koma sumar og styttist óðfluga í Klausturs keppnina. Nóg að gera í skipulags og vinnumálum fyrir sumarið.

 Hér eru nokkrir punktar frá síðasta stjórnarfundi:

Klaustur

Klaustursferð frestað til betra veðurs.

Fara á laugardagsmorgni og koma á sunnudegi til baka.

Efni: 1000 stikur, 40 stk 70mm staurar, 25 stk 2×4 efni (3.20) í skiptihliðin – búið að panta í Byko

Merkja betur skiptiboxin, útfæra umgjörð um startið og merkja betur fyrstu beygju, reka niður og mála stikur omfl.

Útvega annað efni sem til þarf

Lesa áfram Punktar frá stjórnarfundi VÍK 11.04.13

Sumarið er tíminn og nú er gott að yfirfara tugguna.

M2R-MX-Cutaway_webEitt af því sem þarf að endurnýja reglulega í tuggunni er ullin í pústinu. Ástæðan er ekki bara sú að hávaðinn sé vandamálið, heldur er hljóðkúturinn líka uppbyggður fyrir aflkúrfuna í hjólinu. Hávaði er ekki alltaf sama sem afl. Fyrir keppnismann í sportinu er þörf á endurnýjan ullina 2-3 á ári, ef ekki oftar.  Helgarhjólarinn þarf að yfirfara ullina ca 1 sinni á ári.  Oft getur maður heyrt hvort að ullin sé farin að slappast með því að hrista kútinn. Skrölt – tómahljóð- aukinn hávaði = komið að endurnýjun. ATH! ullin getur líka stíflast af sóti og virkar þá ekki sem skyldi.

Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera. Ullina fáið þið í næstu hjólabúð.

BOLAÖLDUSVÆÐIÐ ER LOKAÐ.

Að undantekinni barnabrautinni er svæðið lokað.

Þó að það sé sæmilega hlýtt hér niður í bæ er kalt og frost upp á Bolaöldusvæðinu. Við vorum að laga stóru brautina í gær með jarðýtu en gátum ekki klárað alla brautina vegna frosinna svæða. Slóðakerfið er heldur ekki tilbúið til að taka við umferð, skaflar eru hér og þar og ekki  viljum við að ofursprækir hjólarar tæti út um allt.

Vinsamlegast sýnið þolimæði. Vonumst til að geta opnað svæðið bráðlega. Bolaöldunefndin horfir til þess að geta opnað svæðið þann 25. Það verður tilkynnt hér vel og vandlega.

Bolaöldu tuðararnir.

Sumarið er tíminn og nú er gott að yfirfara tugguna.

sag_3001Sagið í afturdempara er eitt af grunnstillingaratriðum í fjöðruninni. Það er hægt að skrúfa stillingarnar í dempurunum, fram og til baka án þess að finna góðan ballans í fjöðrunina, ef sagið er ekki rétt. Rétt sag er vanalega gefið upp í bókunum sem fylgja með hjólunum eða þá að hægt er að tala við umboðin til að fá málin.

Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.

Krakkaæfingar í dag kl 16:00 / Bolalda

Það eru önnur æfing ársins í dag kl 16:00 í krakkabrautinni í Böloldu, brautin er nýlöguð og í flottu standi. Stök æfing kostar 2.000.- með brautargjaldi inniföldu. Vonast eftir að sjá sem flesta í dag. Kv, Gulli

Bolalada