Staðan í Íslandsmótinu í Motocrossi eftir 4. umferð

Mx_Open_stadan_25082013Kári Jónsson er með sterka stöðu í MX Open með 183 stig en Eyþór Reynisson er með 160 stig í öðru sæti og Sölvi Borgar í þriðja sæti með 158 stig. Þeir eiga því á brattann að sækja fyrir síðustu umferðina í Bolaöldu 4. september nema Kári nái hreinlega ekki að klára annað hvort mótóið. Kjartan Gunnarsson er búinn að tryggja sér titilinn í MX2 með 194 stig en maður númer tvö, Jökull Atli Harðarson er með 140 stig og kemst því ekki upp fyrir Kjartan hvernig sem fer. Við óskum Kjartani til hamingju með titilinn.

Aðrir flokkar geta enn farið hvernig sem er en 4 til 26 stig skilja 1. og 2. sætið í öðrum flokkum. Mesta spennan er líklega í 40+ flokknum en þar skilja aðeins 4 stig Hauk Þorsteinsson og Heiðar Örn Sverrisson.

Lesa áfram Staðan í Íslandsmótinu í Motocrossi eftir 4. umferð

Næsta umferð í enduroinu fer fram um næstu helgi

Spáin_310820135. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro ECC fer fram í Bolaöldu fer fram næsta laugardag 31. ágúst í Bolaöldu. Þar verður lagður uþb. 15 km langur hringur um kunnuglegar slóðir en þó með e-h skemmtilegu tvisti hér og þar. Við undirbúning keppninnar hefur verið leitað víða eftir hentugu svæði en án árangurs en staðan er sú að það er einfaldlega orðið mjög erfitt að fá land undir endurokeppnir á suður og suðvesturlandinu. Bolaaldan var því besti kosturinn í stöðunni. Spáin fyrir helgina lofar bara góðu og virðist eiga að vera bjart veður og þurrt (svona til tilbreytingar :). Það er því bara næsta mál að skrá sig, gera hjólið klárt og mæta á laugardaginn.

4. umferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram í Motomos í dag

Enn og aftur setti veðrið hressilegt strik í reikninginn og þriðja drullukeppnin í sumar varð niðurstaðan. Keppnin var haldin í braut Motomos en þar er komin hreint út sagt frábær aðstaða og greinilegt að menn hafa lagt þar nótt við dag að gera svæðið og umhverfið klárt fyrir keppni. Kári Jónsson sýndi enn og aftur frábæran akstur og var sigurvegari dagsins eftir ævintýralegt seinna mótó þar sem hann festist í starthliðinu en setti svo í fluggírinn og vann sig upp í fyrsta sæti áður en yfir lauk. Keppnin er komin inn á Mylaps.com hér en staðan í Íslandsmótinu bíður til morguns.

BIKARMÓT Í BOLAÖLDUBRAUT. 27.08.13

Þar sem stóra brautin í Bolaöldu hefur fengið töluverðar breytingar undanfarið er nauðsynlegt að halda létta bikarkeppni. Við ætlum að skella upp keppni á Þriðjudag. Hefjum leika kl 18.00 með skráningu.

Keppnin verður með nýju sniði að þessu sinni. Hvert móto verður einungis þrír hringir hjá hverjum flokki. Þetta viljum við gera til þess að æfa stört og fá grimma keyrslu alla hringina og þar af leiðandi meiri skemmtun. Í staðinn fá allir fleiri umferðir. Og ekki má gleyma æfingu í því að starta á steypu.

SKRÁNING: Hér í athugasemdakerfinu, einnig á FB síðunni okkar, nú eða bara mæta á staðinn.

KEPPNI: Hefst kl 19.00 þá verðum við búin að raða upp þáttakendum í riðla. Hjólað verður eins og tíminn leyfir.

 FLOKKAR: Fer eftir mætingu. Allir velkomnir, líka óvanir.

ATH mæta tímalega því að upphitun er um leið og kependur hafa skráð sig og greitt.

ATH: BRAUTIN ER LOKUÐ FYRIR AÐRA EN ÞÁ SEM SKRÁ SIG Á ÞRIÐJUDAG.

Veðurspáin er fín. VEÐURSPÁ

 

Kostnaður er kr: 3000. Tímatökukerfið verður keyrt. Greitt á staðnum með peningum eða með greiðslukorti.

Brautin verður löguð á mánudag og nokkrar smávægilegar lagfæringar gerðar í leiðinni.

Gaman saman.

EKKI ÆFING Í KVÖLD VEGNA VEÐURS!

Það er allt á floti og svæðið ekki að bjóða uppá akstur í þessari bleytu.

Kv, Þjálfarar

4.umferðin í Motocrossi á laugardaginn

Heimamaðurinn Viktor Guðbergsson núverandi Íslandsmeistari í MX Open verður í eldlínunni um helgina
Heimamaðurinn Viktor Guðbergsson núverandi Íslandsmeistari í MX Open verður í eldlínunni um helgina

Laugardaginn 24 ágúst verður haldin fjórða umferðin í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi.  Er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er haldin í braut MotoMos en brautin varð lögleg til keppni til Íslandsmeistara í fyrra.  Af því tilefni verður frítt inn á svæðið og geta Mosfellingar og nærsveitarmenn komið og horft á bestu ökumenn landsins í motocrossi spreyta sig í krefjandi braut.  Gert er ráð fyrir hátt í eitthundrað keppendur, allt frá 85cc flokki og upp í MX Open sem er meistaraflokkurinn í motocrossinu.

Samhliða því að þessi umferð fer fram í MotoMos að þá verður landslið Íslands valið og tilkynnt í lok keppninnar, en landsliðið í motocrossi mun taka þátt fyrir Íslands hönd í keppninni „Motocross of Nations“ sem er oftast skammstafað MXON.  Þrír keppendur eru valdir og því er mikið undir hjá þeim sem hafa áhuga á að fara og margir um hituna.

Ef þú hefur áhuga að koma og sjá bestu ökumenn landsins keppa í einu af flottasta brautarstæði landsins, að þá mætir þú upp í MotoMos ekki seinna en kl.12 en þá hefst aðalkeppnin að undangenginni tímatöku.  Ef þú ert ekki klár á hvar brautin er, að þá er þetta eins og fara inn í nýja íbúðarhverfið á Leirtungum í Mosfellsbæ og í stað þess að fara út úr hringtorginu á þriðja afleggjara að þá ferðu út á fyrsta afleggja á hringtorginu og í átt að Ístakssvæðinu, þ.e. beint austur.  Fjótlega eftir að þú nálgast svæði Ístaks, að þá sést í malarveg á hægri hönd á milli trjánna og beygjir þú út á þennan malarveg og heldur áfram og þá dettur þú beint inn á sjálfa brautin.  Hér má sjá link á brautarstæðið sjálft og kort með að smella hér.

Skráningu í keppnina lýkur í kvöld klukkan 21 á vef MSÍ.

Bolalada