LOKAÐ!

Allar brautir á Bolaölusvæðinu eru ennþá lokaðar! Í fyrra voru einhverjir snillingar sem hjóluðu á svæðinu þegar það var ekki tilbúið og ullu þeir miklum skemmdum bæði á veg upp að braut og á brautunum sjálfum.

Svæðið þarf tíma til þess að þorna þar sem það eru allt of miklar leysingar.

Virðið þessar lokanir!

Gleðilegt nýtt ár félagsmenn. Við hjá VÍK þökkum fyrir árið sem er að líða.

2018 hefur verið alveg frábært ár hjá okkur í Vélíþróttarklúbbnum. Klúbburinn hélt uppá 40 ára afmælið sitt og héldum við nokkrar mjög skemmtilegar keppnir og bikarmót. Við komum til með að gera ennþá meira 2019!

Stjórn VÍK vill þakka eftirfarandi fyrirtækjum, einstaklingum og fleirum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.

 1. Ábúendum á Ásgarði Kirkjubæjarklaustri.
 2. Ábúendum á keppnissvæði á Hellu.
 3. Björgunarsveitirnar á Kirkjubæjarklaustri, Hellu og Hafnarfirði.
 4. Bílvík
 5. Vatnsvirkinn
 6. Snæland
 7. Kraftvélar
 8. Fossvélar og Tóti.
 9. Palli meistari á vörubílnum góða.
 10. Óli málarameistari og vinnumaður með meiru og Jóhann fyrir að taka rafmagnið í húsi alveg í gegn.
 11. Róbert Knasiak og RK-pípulagnir.
 12. Hlynur og Helgi Kelasynir fyrir frábært starf í Barnarstarfi VÍK.
 13. Ingvi Björn fyrir sínar meistara-æfingar.
 14. Vinkonu okkar allra: Brjálaða Bína.
 15. Öllum þeim sem hjálpuðu til á árinu. Þið eruð æði!
 16. Öllum í stjórn VÍK. Gleði, samstarf og hamingja.
 17. Og síðast en ekki síst, félagsmönnum og konum Vélíþróttaklúbbsins. Ef ekki væri fyrir ykkur kæru félagsmenn, þá væri lítið gaman.

Með kærri kveðju.

G. Atli Formaður VÍK og Stjórn VÍK

VÍK og Kraftvélar – kraftmikið samstarf

VÍK seldi Massey Ferguson dráttarvélina um daginn sem hafði gegnt hlutverki brautarhirðis í nokkur ár. VÍK þakkar „Massanum“ fyrir sín störf. Massinn fór þó ekki á eftirlaun heldur fór hann með sína miklu reynslu af motocross-brautum á Selfoss. Þar mun hann koma að góðu gagni og halda áfram að gleðja okkur sem hjólum þar. Við óskum motocross-deild UMF Selfoss til hamingju með gripinn.

Á myndinni hér að ofan með Gatla formanni og Pétri yfirmanni undirmála á Bolaöldusvæðinu er Viktor Karl Ævarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, hjá Kraftvélum. Kraftvélar ætla að leggja VÍK lið með láni á tækjabúnaði í viðhald Bolaöldusvæðisins. Kraftvélanafnið verður því mjög áberandi uppi í Bolaöldu og verður nafn fyrirtækisins einnig lagt við bikarmótaröð sem stefnt er á að halda á árinu 2019.

Þetta samstarf er gríðarlega góð og verðmæt innspýting í starf VÍK og það gleður okkur í stjórninni gríðarlega að fá svona sterkan og góðan bakhjarl í samstarf með okkur. Stjórn VÍK þakkar Kraftvélum kærlega fyrir sitt framlag og hefur ekki trú á öðru en að það verði farsælt.

Nú skulum við, ástríðufólk um torfæruhjól, leggjast á eitt og gera 2019 að stórkostlegu ári fyrir torfæruhjólin. Vinnum saman og höfum gaman saman.

Gleði – SAMSTARF – Hamingja

Stjórn VÍK

 

Stjórn VÍK 2019

Stjórnarfundur Vélíþróttaklúbbsins fór fram í gær í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. Mætingin á fundin var nokkuð góð og mynduðust umræður um ýmis mál er snúa að sportinu. Það sem helst ber að nefna eftir þennan fund að formaður (Gatli) hélt sýnu sæti og 3 nýjir stjórnarmeðlimir tóku sæti í stjórn. Stjórn VÍK er svo: Pétur Smárason, Daði Þór Halldórsson, Ingvar Hafberg og Jóhann Arnarson. Í varastjórn eru Guðbjartur Ægir Ágústsson og Jónatan Þór Halldórsson.

Við hjá VÍK viljum nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir þeirra starf og bjóða nýjum meðlimum velkomna í hópinn.

Okkur hjá VÍK vantar hendur til þess að halda uppbyggingunni á svæðinu okkar í Bolaöldu og aðstoð við ýmis mál sem tengjast keppnishaldi og barnastarfinu. Stofnaðar voru nokkrar undirnefndir fyrir eftirfarandi mál og vantar okkur fólk sem hefur áhuga á að koma í skemmtilegt félagsstarf með okkur. Þær nefndir eru:

 1. Enduronefnd
 2. Motocrossnefnd
 3. Barnastarfsnefnd
 4. Brautarnefnd

Endilega vertu í sambandi við okkur á vik@motocross.is ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega starfi sem við sinnum.

Með bestu kveðju.

Stjórn VÍK

Aðalfundur VÍK 22 Nóvember

Aðalfundur VÍK verður haldinn í Laugardalnum fimmtudag 22 kl. 20:00. Fundurinn fer fram í sal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal við Engjaveg 6. Á boðstólum verður kaffi og með því. Dagskráin verður í samræmi við hefðbundin aðalfundarstörf.

Skv. lögum VÍK er stjórn félagsins kosin á hverju ári. Það á við um formann, stjórnarmenn og varamenn. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi með okkur, já eða bjóða sig fram í stjórn að mæta. Okkur vantar fólk einnig í eftirfarandi nefndir: Mx-nefnd, Enduro-nefnd, Brautanefnd, Barnastarfsnefnd. Þetta nefndarstarf er mjög góð leið til þess að komast inn í góðan og skemmtilegan hóp af fólki sem hefur gaman að því að vinna í kringum sportið og aðallega barnastarfið. Framboð eru beðin um að berst til formanns eða stjórnarmanna fyrir fundinn. Einnig er hægt að senda framboð á vik@motocross.is

Margar hendur vinna létt verk!

Endilega mætið og takið þátt.

Með bestu kveðju.

Stjórn VÍK

 

Bolalada