Stjórn VÍK 2019

Stjórnarfundur Vélíþróttaklúbbsins fór fram í gær í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. Mætingin á fundin var nokkuð góð og mynduðust umræður um ýmis mál er snúa að sportinu. Það sem helst ber að nefna eftir þennan fund að formaður (Gatli) hélt sýnu sæti og 3 nýjir stjórnarmeðlimir tóku sæti í stjórn. Stjórn VÍK er svo: Pétur Smárason, Daði Þór Halldórsson, Ingvar Hafberg og Jóhann Arnarson. Í varastjórn eru Guðbjartur Ægir Ágústsson og Jónatan Þór Halldórsson.

Við hjá VÍK viljum nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir þeirra starf og bjóða nýjum meðlimum velkomna í hópinn.

Okkur hjá VÍK vantar hendur til þess að halda uppbyggingunni á svæðinu okkar í Bolaöldu og aðstoð við ýmis mál sem tengjast keppnishaldi og barnastarfinu. Stofnaðar voru nokkrar undirnefndir fyrir eftirfarandi mál og vantar okkur fólk sem hefur áhuga á að koma í skemmtilegt félagsstarf með okkur. Þær nefndir eru:

  1. Enduronefnd
  2. Motocrossnefnd
  3. Barnastarfsnefnd
  4. Brautarnefnd

Endilega vertu í sambandi við okkur á vik@motocross.is ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega starfi sem við sinnum.

Með bestu kveðju.

Stjórn VÍK

Skildu eftir svar