Gleðilegt nýtt ár félagsmenn. Við hjá VÍK þökkum fyrir árið sem er að líða.

2018 hefur verið alveg frábært ár hjá okkur í Vélíþróttarklúbbnum. Klúbburinn hélt uppá 40 ára afmælið sitt og héldum við nokkrar mjög skemmtilegar keppnir og bikarmót. Við komum til með að gera ennþá meira 2019!

Stjórn VÍK vill þakka eftirfarandi fyrirtækjum, einstaklingum og fleirum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.

  1. Ábúendum á Ásgarði Kirkjubæjarklaustri.
  2. Ábúendum á keppnissvæði á Hellu.
  3. Björgunarsveitirnar á Kirkjubæjarklaustri, Hellu og Hafnarfirði.
  4. Bílvík
  5. Vatnsvirkinn
  6. Snæland
  7. Kraftvélar
  8. Fossvélar og Tóti.
  9. Palli meistari á vörubílnum góða.
  10. Óli málarameistari og vinnumaður með meiru og Jóhann fyrir að taka rafmagnið í húsi alveg í gegn.
  11. Róbert Knasiak og RK-pípulagnir.
  12. Hlynur og Helgi Kelasynir fyrir frábært starf í Barnarstarfi VÍK.
  13. Ingvi Björn fyrir sínar meistara-æfingar.
  14. Vinkonu okkar allra: Brjálaða Bína.
  15. Öllum þeim sem hjálpuðu til á árinu. Þið eruð æði!
  16. Öllum í stjórn VÍK. Gleði, samstarf og hamingja.
  17. Og síðast en ekki síst, félagsmönnum og konum Vélíþróttaklúbbsins. Ef ekki væri fyrir ykkur kæru félagsmenn, þá væri lítið gaman.

Með kærri kveðju.

G. Atli Formaður VÍK og Stjórn VÍK

Skildu eftir svar