Vefmyndavél

Motocross 101: Hallaðu þér aftur

29. Hallaðu þér aftur.

Ef þú ert að keyra í sandi, færðu þá þyngdina aftar á hjólið miðað við þá stöðu sem þú notar í venjulegri braut. Ef þú hallar þér of mikið fram eru meiri líkur á að þú keyrir framdekkið inn í næsta sandbatta og endir á hausnum. Notaðu líkamann mun meira og ýktu allar hreyfingar til að stýra hjólinu betur í sandi. – Ben Townley.

Motocross 101: Haltu þínum línum

28. Haltu þínum línum.

Ef þú lendir í pressu í keppni haltu þig þá við línur sem þú þekkir. Margir reyna ósjálfrátt að verja innri línurnar – en ef þér finnst þú ekki vera jafn hraður þar miðað við þær línur sem þú ert vanur þá eru litlar líkur að það hjálpi þér mikið. – Grant Langston.

Motocross 101: Upp með fætur

27. Upp með fætur.

Ekki draga fæturna í beygjum, sérstaklega ekki ef það eru ruttar/djúp för í beygjunum. Í djúpum förum verðurðu að hafa fótinn upp og út til halda betra jafnvægi og til að styðja við þig ef þú rennur til. Aldrei draga fótinn á eftir þér í gegnum beygjuna – það getur sett þig úr jafnvægi ef þú rekur fótinn í. – Josh Grant.

Motocross 101: Slakaðu á

26. Slakaðu á maður.

Reyndu að vera eins slakur og þú getur þegar þú ert að hjóla. Ef þú ert stífur á hjólinu þreytistu fyrr. Reyndu alltaf þegar þú stekkur að draga djúpt andann og slaka á gripinu á stýrinu. Þetta hjálpar þér að vera slakur og afslappaður á hjólinu. – Davi Millsaps.

Motocross 101: Sléttu línurnar

25. Sléttu línurnar.

Leitaðu alltaf að sléttustu línunum í brautinni. Stundum virðast sléttu línurnar ekki alltaf vera þær hröðustu ef þær eru lengri. Meiri hraði í gegnum slétta línu ætti samt að vera betri en að hossast í gegnum styttri og grófari línu. – Tommy Hahn.

Motocross 101: Hot Start takkinn

24. Hot start takkinn.

Vertu viss um að geta startað fjórgengishjóli (þ.e ef þú ert ekki á tústrókhjóli) við allar aðstæður áður en þú skráir þig í fyrstu keppnina. Ef hjólið drepur á sér í átaki þarftu að kunna að taka í hot-start handfangið og sparka hjólinu í gang. Með því að æfa þetta verður ekkert mál að koma hjólinu í gang þó þú drepir á því í keppni. – Nick Wey.

Síða 4 af 12« Fyrsta...23456...Síðasta »