Greinasafn fyrir flokkinn: Tips og Trix

Holl og góð ráð frá hinum og þessum um hvernig á að hjóla eða að viðhalda hjólinu.

Motocross 101: Hærri gír

23. Hærri gír!
Stöðug bensíngjöf og hærri gír í vúppsum hjálpa þér að halda þig ofan á vúppsunum. Ef þú ert í of lágum gír snýst mótorinn of mikið og krafturinn skilar sér ekki niður. Þetta getur valdið því að þú missir framendann niður og það er ekki góð hugmynd í vúppsum. – Davi Millsaps.

Motocross 101: Liprar tær

22. Liprar tær.

Beindu tánum inn í vúppsum og að hjólinu. Þetta hjálpar þér að halda hjólinu með hnjánum. Því fastar sem þú heldur hjólinu með hnjánum því betri stjórn hefurðu á hjólinu í vúppsunum. – Davi Millsaps.

Motocross 101: Notaðu puttana

21. Notaðu puttana.

Æfðu þig að nota vísifingurna til að bremsa og kúpla því þú hefur sterkasta gripið í þumlinum, löngu töng, baug fingri og litlaputta. – Andrew Short.

Motocross 101: Leyndó!

20. Leyndó!

Ég væri alveg til í segja ykkur nokkur góð ráð til að keyra hraðar í gegnum vúppsa. Ég er bara smeykur um að Chad Reed lesi þetta (hann les alltaf motocross.is) og þá þarf ég að finna nýjar leiðir til að bæta mig! 🙂 – James Stewart.


Motocross 101: Notaðu hliðarnar

19. Notaðu hliðarnar.

Reyndu alltaf að leita sléttustu línunni í brautinni og þeirri sem gerir þér kleift að halda hraðanum best í gegnum beygjurnar. Flestir keyra miðjuna á brautinni og þar slitnar hún mest og stærstu vúppsarnir myndast. Reyndu því að fylgjast með hliðunum á brautinni og finna sléttar línur og hraðari þar. –  Ryan Villopoto.

Motocross 101: Leiddu hjólið

18. Leiddu hjólið.

Vertu á undan hjólinu, horfðu fram á brautina og gerðu þig kláran í næstu hindrun áður en þú kemur að henni. Ef þú gerir þetta ertu alltaf klár í það sem kemur næst og minni líkur á að eitthvað komi þér á óvart eða setji þig úr jafnvægi á hjólinu. – Kevin Windham.