Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Undirritun samnings um framtíðar íþróttasvæði MotoMos

Nú í morgun urðu þau tímamót í starfi MotoMos að undirritaður var samningur um framtíðarsvæði undir braut og íþróttasvæði félagsins. Samningurinn er til fimm ára og með framlengingarákvæði til fimm ára í senn eftir það.
Um er að ræða mikil vatnaskil í starfi félagsins og þakkar stjórn MotoMos  bæjarstjórn Mosfellsbæjar og öðrum sem komu að málinu fyrir þann skilning og velvilja sem við höfum fengið að njóta. Stjórn MotoMos horfir til áframhaldandi samstarfs við Mosfellsbæ með tilhlökkun og telur að verkefnið sé spennandi bæði fyrir bæ og félag.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Guðni Friðgeirsson

Lesa áfram Undirritun samnings um framtíðar íþróttasvæði MotoMos

Undirritun samnings um framtíðar íþróttasvæði MotoMos

Nú í morgun urðu þau tímamót í starfi MotoMos að undirritaður var samningur um framtíðarsvæðiundir braut og íþróttasvæði félagsins.

http://www.internet.is/mx/mxmyndir/un-2.jpg
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Guðni Friðgeirsson undirrita samninginn

Samningurinn er til fimm ára og með framlengingarákvæði til fimm ára í senn eftir það.
Um er að ræða mikil vatnaskil í starf félagsins og þakkar stjórn MotoMos bæjarstjórn Mosfellsbæjar og öðrum sem komu að málinu fyrir þann skilning og velvilja sem viðhöfum fengið að njóta. Stjórn MotoMos horfir til áframhaldandi samstarfs við Mosfellsbæ með tilhlökkun og telur að verkefnið sé spennandi bæði fyrir bæ og félag.

Ljóst er að með þessu er Mosfellsbær að staðsetja sig enn betur í fremstu röð bæjarfélaga hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar af öllum toga.

http://www.internet.is/mx/mxmyndir/ess.jpg
Einar S. íslandsmeistari og bæjarstjórinn handsala áfangan.

Nú er unnið að hönnun og hefur brautarnefndin unnið frammúrskarandi starf, grófhönnun lokið og unnið að lokaútfærslu. Ljóst er að lega og útlit brautarinnar mun verða eins og best gerist á landinu um þessar mundir, enda ekki um neinar smá kanónur að ræða við teikniborðið. Raðast þar upp okkar fremstu hjólamenn af yngri kynslóðinni ásamt mönnum sem hafa forframast í útlöndum keppt á MXON og norðurlandamóti fyrir Íslands hönd, enda eru tveir af þremur landsliðsmönnum okkar Mosfellingar.

Einnig er vinna við fjármögnun og útfærslu framkvæmdar í fullum gangi og standa allar vonir til að brautin opni í sumar.

Ný braut í Mosó og á Selfossi

Mosfellsbær er að verða að motocross höfuðborg landsins. 2/3 af landsliðinu búa þar og margir efnilegir ökumenn einnig.  Nú er það staðfest að bæjarfélagið hefur ákveðið að útvega landssvæði undir motocross braut fyrir MotoMos.  Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosó staðfestir þetta í viðtalið mið fréttablaðið Mosfelling í vikunni.
Sjá grein úr Mosfelling icon "hér"

Einnig hefur heyrst frá Selfossi að nýtt 6 hektara svæði sé í undirbúningi fyrir Motocrossdeild Ungmennafélagsins Selfoss (áður MÁ) sem verður við flugvöllinn á Selfossi. Sú braut gæti orðið tilbúin árið 2009.
 

Lesa áfram Ný braut í Mosó og á Selfossi

Moto-Mos

Hérna er blaðagrein sem er tekin úr Mosfelling sem er Bæjarblað í Mosó, þessi grein kom út rétt fyrir jól.
Moto Mos er enn að berjast fyrir að fá svæði til að stunda sína íþrótt.

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ

MotoMos er að tækla bæjaryfirvöld vegna afnota af landi.  Meðfylgjandi er svar Bæjaryfirvalda ásamt athugasemdum frá MotoMos.

Bréf frá Mosfellsbæ til MotoMos.
Málefni: Erindi vélhjólaklúbbsins MotoMos um afnot af landi á Leirvogstungumelum.
Á 29, fundi skipulags og bygginganefndar Mosfellsbæjar 29 mai 2001 var fyrirspurn yðar til umfjöllunar og svohljóðandi bókun var gerð:
Vísun frá fundi íþrótta og tómstundanefndar þ. 8. mai 2001.
Frestað.
Næsti fundur skipulags og bygginganefnadar verður haldinn þ. 12 júní 2001,
Virðingarfyllst,
f.h. Tækni og umhverfissviðs:
Tryggvi Jónsson, Bæjartæknifræðingur. ( Tilvitn. líkur )

Þetta þýðir á mannamáli að þeir sem eru í nefndinni eru þessa dagana að leita að leið til að sleppa frá hugsanlegri ábyrgð á braut handa okkur. Ef þeir finna aðferð fljótlega til að senda þetta eitthvert annað innan bæjarkerfisins gera þeir það á næstu vikum.  Fróðlegt verður að sjá hvernig þeir tækla þá staðreynd að mörg minni bæjarfélög landsins, t.d. Selfoss. Þorlákshöfn, Ólafsvík, Akureyri, Grindavík, Vestmannaeyjar og fleiri á leiðinni, sýna mun meiri vilja til að halda þeirri traffík og innkomu sem fylgir íþróttum í sinni heimabyggð.  Það er ljóst að með hverri keppni koma yfir 100 keppendur og aðstoðarmenn auk áhorfenda. Allir skilja eitthvað eftir í þjónustufyrirtækjum viðkomandi bæjarfélags.  Á meðan verðum við að halda gryfjunum í horfinu, án þess að eyða eða reikna með of miklu í málið.
Við höldum okkar striki þó hægt fari.
MotoMos:)