Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Micke Frisk, Aðeins örfá pláss eru eftir.

0064Hinn góðkunni Íslandsvinur Micke Frisk ætlar að halda námskeið í samstarfi við MotoMos í brautinni í mosó gryfjunum.
Frisk er okkur mótorhjóla fólki flestum kunnugur, en hann keppti og þjálfaði Suzuki liðið. Hann hefur keppt um allan heim í motocrossi, enduro og supercrossi. Einnig hefur hann keppt til margra ára í Svíþjóð.
Frisk hefur meðfram vinnu í Svíþjóð þjálfað motocross unnendur.

Námskeiðið verður föstudaginn 1 maí.(almennur frídagur) og laugardaginn 2 maí.  mæting 9.30, hjólað frá 10.00-12.00 matarhlé 13.00-16.00. Takmarkað við 20 þáttakendur. Verð pr. mann 10.000 kr.
Á námskeiðinu verður farið í staðsetningu á hjólinu, beygjutækni, stökk svo eitthvað sé nefnt.
Athugið takamarkað pláss, aðeins 20 þáttakendur geta tekið þátt í þjálfuninni, fyrstur kemur fyrstur fær, allir velkomnir.
Aðeins örfá pláss eru eftir. Þið sem viljið komast á námskeiðið sendið póst á gudnifrid@gmail.com   en þeir/þær sem ekki komast að fara á biðlista.

MotoMos í dag.

Það var allt fullt af fólki í MotoMos í dag og þar sem Friðgeir #16 var búinn að hjóla
af sér rassgatið undanfarna daga ákvað hann að vera á camerunni í dag.

Njótið…….

[flv width=“470″ height=“280″]http://www.motocross.is/video/mxgf/mos/mo2.flv[/flv]

MotoMos opnar í dag…..

Það er blautt en við ætlum að opna MotoMos kl 17 í dag,  því það er ekki hægt að halda strákunum á hlíðarlínunni lengur 🙂
Brautin er eingöngu fyrir vana hjólamenn því töluverð drulla er ennþá. Miðar eru seldir í N1 Þverholti. Ath það er stranglega bannað að hjóla í gryfjunum annarsstaðar en í brautinni.
Barnabrautin er ekki í tilbúin enda ekki séns að vera á litlum hjólum ennþá.
Brautin verður svo sléttuð aftur á laugardagsmorguninn.
Videóið hér að neðan var tekið í gær fyrir rigninguna miklu.

[flv width=“530″ height=“330″]http://www.motocross.is/video/mxgf/moso/OPNUN.flv[/flv]

MotoMos opnar í dag

Það er blautt en við ætlum að opna MotoMos kl 17 í dag,  því það er ekki hægt að halda strákunum á hlíðarlínunni lengur 🙂
Brautin er eingöngu fyrir vana hjólamenn því töluverð drulla er ennþá. Miðar eru seldir í N1 Þverholti. Ath það er stranglega bannað að hjóla í gryfjunum annarsstaðar en í brautinni.
Barnabrautin er ekki í tilbúin enda ekki séns að vera á litlum hjólum ennþá.
Brautin verður svo sléttuð aftur á laugardagsmorguninn.
Videóið hér að neðan var tekið í gær fyrir rigninguna miklu.

[flv width=“530″ height=“330″]http://www.motocross.is/video/mxgf/moso/OPNUN.flv[/flv]

Jæja þá er komið að því………

Jæja þá erum við byrjaðir að reyna standsetja brautina,  ýmislegt þarf að gera því við komum ekkert sérstaklega vel undan vetri.  Vonumst til með að geta komið með einhverjar skemmtilegar breytingar, erum reyndar ekkert í neinni tímaþröng þar sem ég er handleggsbrotinn:(  hahaha.  Og fólk má alveg fara að safna fyrir félagssgjöldum því það er ekki ókeypis að koma þessu í stand.


Að sjálfsögðu er Eysteinn mættur með ýtuna sína,  og vinnur eins og maniac og Þórir stendur á kantinum þegar þarf að fylla á tankinn hjá Eysteini.   Friðgeir Óli er búinn að vera duglegur að tína allar stangir úr brautinni svo strákarnir keyri ekki yfir þær á ýtunni, en svo má líka aðeins leika sér:)

Og það er alltaf sama sagan með hann Eystein, það er alltaf „all nighter“

Og að sjálfsögðu auglýsum við hér á vefnum og annarsstaðar þegar við getum opnað:)

Kveðja,  Guðni F

Íþróttamaður Mosfellsbæjar.

Í dag fór fram val á íþróttamanni Mosfellsbæjar, þar fengum við mótorhjólamenn í Mosó nokkrar viðurkenningar. Gunnlaugur Karlsson fyrir Íslandsmeistaratitil í MX2, Ásgeir Elíasson fyrir Íslandsmeistaratitil í tvímenning í enduro, Valdimar Þórðarson fyrir Íslandsmeistaratitil í enduro og einnig fyrir að hafa verið valinn í landsliðið sem fór á MXON, og Friðgeir Óli Guðnason var valinn efnilegasti ökumaðurinn undir 16 ára og síðast en ekki síst, Einar Sv. Sigurðarson fyrir í íslandsmeistaratitil í motocrossi MX1, og einnig fyrir að hafa verið valinn í landsliðið sem fór á MXON. Einar var einnig tilnefndur sem íþróttamaður Mosfellsbæjar fyrir hönd MotoMos og var hann einn af 7 íþróttamönnum bæjarins sem komu til greina, sem verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á okkar sporti. Til hamingju með þennan frábæra árangur strákar.