Íþróttamaður Mosfellsbæjar.

Í dag fór fram val á íþróttamanni Mosfellsbæjar, þar fengum við mótorhjólamenn í Mosó nokkrar viðurkenningar. Gunnlaugur Karlsson fyrir Íslandsmeistaratitil í MX2, Ásgeir Elíasson fyrir Íslandsmeistaratitil í tvímenning í enduro, Valdimar Þórðarson fyrir Íslandsmeistaratitil í enduro og einnig fyrir að hafa verið valinn í landsliðið sem fór á MXON, og Friðgeir Óli Guðnason var valinn efnilegasti ökumaðurinn undir 16 ára og síðast en ekki síst, Einar Sv. Sigurðarson fyrir í íslandsmeistaratitil í motocrossi MX1, og einnig fyrir að hafa verið valinn í landsliðið sem fór á MXON. Einar var einnig tilnefndur sem íþróttamaður Mosfellsbæjar fyrir hönd MotoMos og var hann einn af 7 íþróttamönnum bæjarins sem komu til greina, sem verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á okkar sporti. Til hamingju með þennan frábæra árangur strákar.


Skildu eftir svar