Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Orðsending frá Reykjanesi

Fyrir tæplega viku síðan fékk vefurinn neðangreinda orðsendingu. Flæktist hún á milli bréfa (týndist) og biðst vefurinn afsökunar á þeirri töf sem varð á birtingunni.

Sælir félagar! Áríðandi fundarboð vegna stofnunar VÍS, Vélhjólaíþróttafélags Suðurnesja. Þar sem til stendur að stofna félag hér á suðurnesjasvæðinu v/ brautarmála við Broadstreat óskum við eftir því við ykkur (félaga) sem skráðir eruð að fá tillögur um tímasetningu (Dagsetning og klukkan hvað) á fundinn. Staða mála er þannig, Við þurfum sem fyrst að ná saman í stjórn félagsins til að sýslumaður nái ekki að stinga málinu ofan í skúffu og læsa. Verðum tilbúnir í race næsta vor 2003! Vljum við til að sem flestir geti mætt, biðja ykkur um að senda okkur svar hið bráðasta til baka á e-mail: aronpastrana@motocross.com eða nikki@byko.is Svo ákveðum við hvað hentar bezt út frá því.
Aðalmál fundarins; Kosning stjórnar + formannskjör. Tillögur um breytingu brautar og aðstöðu vel þegnar. Félagsgjöld, umræða. Fleyri ákvarðanir teknar á fundi.
Áhugasamir um setu í stjórn eða sem formenn vinsamlegast skráið nafn, síma, e-mail og heimilisfang að neðan: ( ATH! Bezt væri ef einhver á suðurnesjum tæki að sér formannsstarfið ).

Vel heppnaður félagsfundur

AÍH/VÍH hélt félagsfund í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn í litlum sal í kjallara Bókasafns Hafnarfjarðar. Hófst fundurinn stundvíslega klukkan 8, enda engin leið fyrir þá sem komu of seint að komast inn í húsið, þar sem inngangurinn var læstur klukkan 8. Um 30 manns voru mættir og eftir kynningu á stöðu félagsins gagnvart þeim málum sem eru í gangi og almennri umræðu um ísakstur hóf Jón Hafsteinn Magnússon frá JHM Sport „Tecno-Tips“ kynningu. Mætti hann með mikið magn af allskyns vörum og talaði um rétta / ranga notkun á þeim. Heppnaðist sú kynning virkilega vel, enda ætlaði salurinn aldrei að hætta að spyrja Jón. Til stóð að sýna vídeó en þar sem tíminn leið of hratt, reyndist ekki unnt að hnýta því við dagskrána. Fundi var slitið á slaginu 10.
Félagsfundir AÍH verða hér eftir haldnir fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl. 20:00 til 22:00. Húsinu (Bókasafni Hafnarfjarðar) mun ávallt verða læst á slaginu kl. 20:00 þannig að þeir sem koma of seint, komast ekki inn.
Þema næsta fundar verður ísakstur. Stefnt verður að því að kynna sem flestar af þeim vörum sem tengjast ísakstri ásamt „Tecno-Tips“. Nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar en allir eru ávallt velkomnir.

Videokvöld / Félagsfundur AÍH

Fyrsti félagsfundur AÍH (Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar) verður haldinn annaðkvöld (þriðjudagskvöld) kl. 20 í nýja Bókasafni Hafnarfjarðar. Bókasafnið er við hliðina á Súfistanum, í gamla Íslandsbanka húsinu. Inngangur að húsinu lokar kl. 20 þannig að menn eru beðnir að mæta stundvíslega, annars komast þeir ekki inn. Stutt kynning verður á þessu nýja félagi og helstu málum sem eru í gangi ásamt vídeó en félagið var stofnað um daginn af VÍH, Mótorsport klúbbnum og Rallý cross klúbbnum. Kynning verður frá JHM Sport ásamt vídeó.

Reiðhöllinni aflýst !!

Hestamannafélagið Fákur hefur dregið til baka leyfi um æfingar VÍK í Reiðhöllinni þar til loftræstikerfi hefur verið sett upp. Vonandi verður það fyrir áramót sem það verður tilbúið.
Æfingar falla því niður þar til annað verður ákveðið.
Stjórn VÍK

Þjálfarar fyrir 80cc flokk

Gunnar Þór Gunnarsson og Aron Reynisson hafa tekið að sér þjálfun á 80cc flokk.  Vefurinn óskar öllum púkum á aldrinum 10-15 ára, sem aka um á 80-85cc hjólum til hamingju.  Nú er um að gera að mæta á sunnudaginn klukkan 14:15 upp í reiðhöll og taka fyrstu æfinguna.  Það verður opið hús til klukkan 17:30 og allir velkomnir.
Ekki er búið að raða upp æfingatímum og enn vantar þjálfara fyrir yngstu púkana, 125cc og 250cc.   Áhugasamir hafi samband við stjórn VÍK.