Videokvöld / Félagsfundur AÍH

Fyrsti félagsfundur AÍH (Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar) verður haldinn annaðkvöld (þriðjudagskvöld) kl. 20 í nýja Bókasafni Hafnarfjarðar. Bókasafnið er við hliðina á Súfistanum, í gamla Íslandsbanka húsinu. Inngangur að húsinu lokar kl. 20 þannig að menn eru beðnir að mæta stundvíslega, annars komast þeir ekki inn. Stutt kynning verður á þessu nýja félagi og helstu málum sem eru í gangi ásamt vídeó en félagið var stofnað um daginn af VÍH, Mótorsport klúbbnum og Rallý cross klúbbnum. Kynning verður frá JHM Sport ásamt vídeó.

Skildu eftir svar