Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

VÍH er orðið deild í AíH

Stofnað hefur verið Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) og með þeim gjörningi hafa þrjú akstursíþróttafélög sameinast í eitt. Vélhjólaíþróttafélag Hafnarfjarðar, Rallýcrossklúbburinn og Mótorsportklúbbur Íslands standa á bak við þetta félag sem er deildaskipt. Vélhjóla, Rallýcross og Go-cart deildir munu starfa innan félagsins. Nýtt félag mun sækja um inngöngu í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og ætlunin er að byggja upp sameiginlegt keppnissvæði fyrir þessar þrjár akstursíþróttir í Hafnarfirði. Hafi menn áhuga á að ganga í félagið þá geta þeir sent tölvupóst á Aron Reynisson (aronreyn@simnet.is ), Guðberg Guðbergsson (iceman@simnet.is ) eða Halldór Jóhannsson (hj@centrum.is).
Stjórn AÍH.

Nýtt félag á Reykjanesi

Kerfis-þvælingurinn og blýanta-skylmingarnar um notkun á motocross braut á Breiðstræti í Reykjanesbæ heldur áfram.  Meðan splunkunýjar brautir eru lagðar í flestum nágrannabyggðarlögum, hafa yfirvöld í Reykjanesbæ þráast við braut sem hefur verið þarna í um 30 ár og notuð á hverju ári.  Töldu menn að málið væri komið í höfn þegar Jóhannes Sveinbjörnsson, veifaði leyfis-bréfi frá bæjaryfirvöldum.  Svo er ekki.  Jói er farinn erlendis í nám og við hefur tekið Aron Grindvíkingur Pastrana.  Stofnuð verður deild innan Vélhjólaklúbbsins Arnar.  Þessi klúbbur hefur til þessa einbeitt sér að götuhjólum og er hann með lögheimili í Reykjanesbæ.  Stofnfundur verður auglýstur síðar.   Er þetta tekið af spjallkorkinum en menn eru hvattir til að sýna Reykjanesbúum samstöðu í þessu máli.  Netfang Arons (óþekktssonar) er aronpastrana@motocross.comog sími hans 863-2582.  Vefstjóri hvetur alla sem telja sig eiga samleið með þessu félagi, þó ekki væri nema fyrir að hafa aðgang að þessari braut, að forskrá sig í félagið hið fyrsta í gegnumaronpastrana@motocross.com

Ólafsvíkingurinn 2002

Þar sem að Eyjafjarðarleikarnir voru ekki haldnir að þessu sinni þá hefur verið ákveðið að halda Ólafsvíkinginn 2002 í staðinn á laugardaginn, strax eftir keppni.  Búið er að fá tjaldaðstöðu á sama stað og í fyrra, við bátinn á vinstri hönd þegar maður kemur inn í bæinn. Það verður keppt í þessum klassísku keppnisgreinum eins og dekkjakasti, breakdansi, reipitogi, pönnukökubakstri, prumpu- og grettukeppni ásamt fleiru. Einnig verður keppt í Asnaleikum VÍK í fyrsta skipti. Heyrst hefur að hluti af Stimpilhringjunum ætli að mæta með bítl á svæðið. Það er því um að gera að mæta á svæðið og taka þátt.

Reykjanesbær – Broadstreet

Umfjöllun og umsókn um notkun á gömlu motocross brautinni við Njarðvík (Broadstreet) var vísað til byggingafulltrúa, Heiðars Ásgeirssonar fyrir um mánuði síðan.  Vefurinn hafði samband við Heiðar á sínum tíma og var hann þá með nokkrar umsóknir inn á borði hjá sér um þetta sama svæði, frá mismunandi félögum (skotæfingar, paintball og fl.)
Sagði hann að ekkert mundi verða gert fyrr en heildarskipulag væri tilbúið fyrir svæðið og gæti það tekið 1-2 ár.
Hvað varðar hjólamenn, þá fór vefurinn fram á við Heiðar að hann hlutaðist til við að mæla með bráðabirgðaleyfi á næsta skipulagsfundi á þeim forsendum að engin hæfa væri að láta hjólamenn vera að þvælast út um fjöll og móa á Reykjanesinu, spólandi yfir bakgarða íbúa á sífelldum flótta undan lögreglunni..  Skynsamlegt væri af hálfu bæjaryfirvalda að veita bráðabirgðaleyfi meðan skipulag lægi ekki fyrir þannig að hægt væri að safna hjólamönnum á einn stað þar sem fyrir er braut og einhver regla komist á þessi mál, a.m.k. til bráðabirgða.
Eins og staðan er núna þá bíður vefurinn eftir að heyra frá Heiðari og vonast hann til þess að það gerist í dag.

Keppni í íscrossi aflýst

Of fáir keppendur skráðu sig til leiks og verður því ekki grundvöllur fyrir keppninni.  Keppninni hefur því verið aflýst.

Stjórnarfundur VÍH var haldinn klukkan 20 í kvöld, um leið og skráningarfrestur á fyrstu íscross keppni ársins rann út. Sjá fundargerð.

Sjónvarpsmál

Karl Gunnlaugsson hefur lýst því yfir að hann muni sjá um upptöku á íscross keppninni um næstu helgi.  Til stendur að taka upp allar keppnir í ár og búa síðan til eina spólu sem spannar allt árið.
Mun Karl sjá um að koma hluta af þessu efni inn í Helgarsportið í kjölfar keppninnar.  Karl hefur einnig lýst því yfir að þátturinn Mótor á Skjá 1 er velkomið að fá efni frá honum.