Bolaöldubraut Laugardaginn 24 Apríl

Bolaöldubrautin er opin í dag. Hitastigið kl 9 í morgun var um 3 gráður í +. Það var sáralítið næturfrost og brautin ætti að vera orðin góð um hádegi. Háþrýstidælan verður opin til kl 16:00 eða á meðan Garðar er á svæðinu. Minnum alla á að kaupa sér miða í brautina í Olís v/ Norðlingaholti eða í Litlu Kaffistofunni.

Endúró slóðarnir eru LOKAÐIR. En einhverjir telja sig ekki þurfa að fara eftir því og hafa verið að spæna upp slóðana. Og með því framferði er verið að skemma. Það er verið að skemma þá þannig að við þurfum að öllum líkindum að LOKA einhverjum af þeim í allt sumar. ATH við erum ekki að LOKA bara af því. Það er lokað að því að jarðvegurinn þolir ekki akstur ennþá. Það myndast djúp för eftir hjólin sem jafna sig jafnvel aldrei.

EINUNGIS 1 % ÖKUMANNA FARA EKKI EFTIR SETTUM REGLUM. EKKI HALDA ÁFRAM AÐ SKEMMA FYRIR ÖLLUM HINUM.

Bolaöldunefndin.

Skildu eftir svar