Ný dagskrá / Flöggun í Sólbrekkukeppninni

Nýja aðstaðan

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Bikarmótið í Sólbrekku en skráningu líkur á miðnætti 8 júlí á vef MSÍ. Um að gera að drífa sig og vera með. Í þessari keppni eru allir keppendur beðnir að aðstoða við flöggun annað hvort sjálfir eða aðstoðarmaður fyrir hans hönd. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort nægir að flaggað sé í einu motoi og verða endanlegar upplýsingar sendar út á föstudaginn. En án flaggara getur engin keppni hafist.

Búið er að vinna mikið á Sólbrekkusvæðinu undanfarið eins og þeir sem hafa komið hafa tekið eftir og er þetta bara byrjunin á enn stærra verki. Við erum afskaplega ánægð með það sem komið er enda höfum við kraftaverkafólki á að skipa.

Sjáumst kát og hress.
Kveðja, Stjórnin.

Hér er Nýja dagskráin (kvennamótóin lengd)

2 hugrenningar um “Ný dagskrá / Flöggun í Sólbrekkukeppninni”

Skildu eftir svar