Trial des Nations

Trial des Nations byrjaði í Evrópu árið 1983 er og er svipað og Motocross of Nations. Tilgangurinn með stofnun keppninnar var að koma saman bestu ökumönnum frá hverju landi til að keppa á móti hver öðrum í liðakeppni í stað venjulegrar einstaklingkeppni. TdN er hápunktur keppnistímabilsins hjá Trial ökumönnum á hverju ári og er haldið á eftir lokaumferðinni í heimsmeistarakeppninni.

Keppt er bæði í kvenna og karlaflokki og hvert land velur lið sem samanstendur af fjórum mönnum og þremur konum. Venjulega eru þetta allra bestu ökumenn hvers lands. Liðið fær svo stig fyrir þrautirnar og telja þar 3 bestu karlarnir og tvær bestu konurnar. Stigagjöf einstaklinganna er ekki gefin upp til að hvetja menn til að vinna saman sem lið.

Keppnin er haldin á nýjum stað á hverju ári og þykir mikill heiður að fá að halda keppnina. Nokkur lönd sem ekki senda þátttakendur í heimsmeistarakeppnina skrá reglulega lið í TdN.

FIM, sem sér um skipulagningu keppninnar, gerði mikla breytingu á reglum keppninnar árið 1995. Þeir settu á laggirnar B-flokk þar sem ekki voru topp ökumenn nema frá örfáum löndum. Venjulega eru innan við 10 lönd skráð í A-flokkinn og 15-20 lönd í B-flokkinn.

Þessi ákvörðun reyndist happadrjúg og hefur keppnin jafnast og orðið gríðarlega spennandi fyrir vikið.

Keppnin var haldin á Ítalíu í fyrra og sigraði Spánn karlakeppnina sjötta árið í röð. Í liðinu að þessu sinni voru  Toni Bou, Adam Raga, Jeroni Fajardo og Albert Cabestany. Yfirburðirnir voru miklir en Bretar urðu aðrir, 65 stigum á eftir.

Keppnin í ár verður haldin í Myslenice í Póllandi dagana 11-12 september.

Hér er video frá keppninni í fyrra:

[youtube width=“480″ height=“385″]http://www.youtube.com/watch?v=GjSFE7cDuPg[/youtube]

Skildu eftir svar