Styrktarkeppni fyrir Hjört 11. júlí

Eins og margir vita þá var hjólinu hans Hjartar Líklegs Jónssonar stolið nýverið og hefur ekki enn fundist. Líkur á að hjólið finnist fara því miður minnkandi og því hefur stjórn VÍK ákveðið að halda styrktarkeppni í enduro í Bolaöldu sunnudaginn 11. júlí nk. Allur ágóði af keppninni mun renna í styrk til Hjartar til að endurnýja hjólið nú eða til að lagfæra það ef það finnst að lokum.
Hugmyndin er að halda sannkallaða skemmtikeppni í enduro þar sem allir keppa á jafnréttisgrundvelli, sér og öðrum til skemmtunar og fyrir gott málefni. Hjörtur mun sjá um skipulagið á keppninni og hver veit nema gamla góða hlaupastartið verði endurvakið! Nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar en við hvetjum alla til að taka daginn frá og taka þátt.
Kveðja, stjórn VÍK.

6 hugrenningar um “Styrktarkeppni fyrir Hjört 11. júlí”

  1. Þetta líst mér vel á !

    Þær eru flottar endurokeppnirnar sem Hjörtur hefur stýrt og algjör rjómi að fá að styrkja kallinn í leiðinni 🙂

  2. Ég kemst ekki en vil endilega leggja mitt af mörkum, er ekki spurning um að stofna reikning fyrir frjáls framlög. Hjörtur á svo sannarlega skilið skínandi nýjan Húska, fyrir allan þann helling ára sem hann hefur lagt í sportið.

Skildu eftir svar