Vefmyndavél

Styrktarreikningur fyrir Líklegan

Gamla hjólið

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur til að hjálpa Hirti L Jónssyni (Líklegur) til að eignast mótorhjól að nýju.

Eins og flestir í vélhjólasamfélaginu á Íslandi vita var Husqvarna hjólinu hans Hjartar stolið í byrjun Júní.
Hjörtur er einn af þeim sem standa fremst þegar kemur að félagstörfum og að hagsmuna gæslu sem snýr að notkun vélhjóla.
Hjörtur hefur unnið undanfarna tvo áratugi að minnsta kosti að því að auka hag vélhjólafólks og hagsmunaaðila vélhjóla greinarinnar á Íslandi.
Hann hefur starfað ötullega í stjórn Snigla, sem keppnisstjóri Endurokeppna, sem framkvæmdarstjóri Vélhjólaíþróttaklúbbsins VÍK, núverandi stjórnarmaður Ferða og Útivistarfélagsins Slóðavina ásamt því að vera góður félagi í mörgum öðrum mótorhjóla klúbbum.

Þar sem Hjörtur hefur verið okkur hjólafólki mikilvægur og við viljum endilega að hann haldi sínu góða starfi áfram höfum við stofnað fyrir hann styrktar reikning þangað sem við viljum benda velunnurum hans að leggja inn frjáls framlög til að koma tveimur hjólum undir Hjört sem fyrst. Verði Hjörtur svo heppinn að finna sinn heittelskaða Húska leggjum við til að hann nýti sjóðinn sem safnast til endurnýjunar, ……ef hann vill.

Reikningurinn er 0701-05-302313 er hjá MP Banka og er á hans nafni, Hjörtur L. Jónsson kt 170160-4609

Reikningurinn verður virkur í gegnum heimabanka laugardaginn 12 Júní.


kveðja,
Ásgeir Örn Rúnarsson

1 comment to Styrktarreikningur fyrir Líklegan

Leave a Reply