Salminen sigrar GNCC 11. umferð

11. umferð GNCC fór fram um helgina og skemmst frá því að segja að Juha Salminen KTM sigraði. Salminen datt í fyrstu begju og setti lítið gat á pústið hjá sér, sem reyndar varð stærra þegar á leið keppnina og einnig skemmdi hann bensínbarkann, en sem betur fer tók hann ekki eftir því fyrr en eftir keppnina. Eftir krassið var hann með þeim síðustu en var kominn í topp þrjá eftir fyrsta hring. Eina alvöru keppnin sem hann fékk var frá Barry Hawk á Yamaha og Nathan Kanney Yamaha. Þeir þrír skiptust á að hafa forystu í keppninni. Ekki leið á löngu þar til að þessir þrír fóru að hringa hægari ökumenn og þá hægustu hringuðu félagarnir þrisvar, þótt að keppnin hafi verið átta hringir. Salminen sigraði með mínútu mun, Kanney varð annar og Hawk þriðji. Salminen hefur nú 55 stiga forystu í keppninni.

Skildu eftir svar