Fjórhjólabraut rís á Sólbrekku

Jarðýtan komin af stað
Jarðýtan komin af stað

Framkvæmdir eru hafnar við sérstaka fjórhjólabraut sem staðsett er nálægt motocrossbrautinni í Sólbrekku. Það er Fjórhjólaklúbbur Reykjaness sem nýlega varð að sérstakri deild innan VÍR sem stendur fyrir framkvæmdinni.

Fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni og stórtækar vinnuvélar eru á staðnum við framkvæmdir. Fjórhjólamenning hefur lengi verið öflug á Reykjanesinu og loks er langþráður draumur orðinn að veruleika. 

Sjá frétt og myndir á vir.is

Skildu eftir svar