Bikarkeppni í Bolaöldu.

091028_0000_0841
Úrkomuspá nk laugardag kl: 12:00

Þar sem við erum svo einstaklega heppin með veðurfar þessa dagana ætlum við að skella á bikarkeppni í Bolaöldubraut n.k Laugardag, Að sjálfsögðu verða allir flokkar í boði. Verðlaun eftir aðstæðum og mikið fjör.

Veðurspáin er með ágætum fyrir helgina, fínt hitastig og skúrir á stöku stað, gert er ráð fyrir því að vindurinn verði ekki að flýta sér þann daginn. VÁ, JÁ, og það er lok Október þvílikt veðurfar.

Skráningarkerfið okkar hér á motocross.is verður notað og verður skráning opnuð í kvöld. Fylgist vel með því þegar hinn ástkæri vefstjóri okkar ( Hákon ) verður búinn að græja það.

Skoðun hefst kl 10:00 og er til kl: 11:00.

Dagskrá:

11:00  85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr

11:25 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr.

11:55 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hr.

12:30 85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr. Moto 2

12:55 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr. Moto 2

13:25 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hringir. Moto 2

14:00 Drullupollakeppni fyrir þá sem þora!!!  Hver verður með flottustu skvettuna? Hver verður með flottustu fleytinguna.

VÍK áskilur sér rétt til þess að breyta skipulagi keppninnar ef þurfa þykir.

Keppnisgjald er kr: 3.000.

Stjórnin

3 hugrenningar um “Bikarkeppni í Bolaöldu.”

  1. Böggur í skráningarkerfinu og ég næ ekki laga það fyrr en kreditkortafyrirtækið opnar í fyrramálið. Skráningin ætti að detta í gang í hádeginu.

    mbk,
    Hákon

  2. Nei, það kemur greiðslusíða hér á forsíðuna á motocross.is á morgun. Enginn þarf að vera innskráður eða með númer, ekki einu sinni kennitölu

Skildu eftir svar