NZ 2 Iceland

Enduro.is náði tali af Ingólfi Kolbeinssyni á Nýja Sjálandi. En Ingólfur hefur verið þar í námi undan farin ár.
Hann, ásamt Viggó Má Jensen, ætla að fara löngu leiðina heim til Íslands, á mótorhjólum!

Hvernig kom þessi hugmynd upp?
Mig langaði að ferðast eitthvað á leiðinni heim, en ég hef verið búsettur
í Nýja Sjálandi, og var á tímabili að spá í Síberíu hraðlestina. En
fljótlega sá ég að auðvitað væri best að fara svipaða leið en bara á
mótorhjóli. Viðraði hugmyndina við félaga og vini og fljótlega voru
nokkrir mjög heitir og til í að koma með, en á endanum var Viggó sá
eini sem var ekki heill í hausnum.

Á hvernig hjólum farið þið?
Nýjum Suzuki DR650. Þau eru rosalega einföld og hafa reynst ódýr í rekstri og með mjög lága bilanatíðni. Þessi hjól hafa verið eins síðan 1995, og hafa bara sannað sig síðan í svona ferðir.
Svo eru þau einnig frekar ódýr.

Hvaða reynslu hefur hópurinn?
Við erum báðir búnir að vera á mótorhjólum og með smurolíu í kjaftinum
síðan við vorum smá pollar. Held að það sé nú trúlega besta reynslan. Svo er
Viggó nú sleipur í dönskunni!!!

Hvaða leið ætlið þið?
Thailand, Laos, Kambódía, Víetnam, Kína, Mongólía, Rússland og svo inn
í gegnum evrópu til Íslands einhvernveginn. Helstu vegleysurnar verða
trúlega í Mongólíu, bara moldarvegir þar víst, vonum að það rigni ekki
mikið þar.

Hvað áætlið þið að vera lengi á leiðinni?
Við áætlum um fjóra mánuði í þetta. Held að þetta sé eitthvað um
20-30.000km, hef samt ekki mælt það.

Hverju kvíðir þú mest fyrir í ferðinni?
Að okkur verði ekki hleypt inn í Kína. Einnig að maður verði illa
lasinn eða slasist einhverstaðar mjög langt frá mannabyggðum.

Hver er besti árangu sem þú hefur náð á Torfæruhjóli?
Hann er það slæmur að ég man það ekki.

Í hvaða félagi ertu?
Ég var í VÍK.

Tékkið svo á blogginu 😉 http://www.nz2iceland.blogspot.com/
Og heitið á okkur hérna http://www.fundraiseonline.co.nz/nz2iceland/ það rennur allt til UNICEF ef við klárum ferðina!

Ein hugrenning um “NZ 2 Iceland”

Skildu eftir svar