Vefmyndavél

MXsport.is tekur við Sherco

Sherco umboðið, sem flutt hefur inn hágæða Trial og Enduro hjól undanfarin ár, hefur verið keypt af MXsport.is. MXsport.is mun halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í markaðsetningu spænsku Sherco hjólanna á Íslandi. Sér í lagi hefur orðið aukning að undanförnu í Trial hér á landi. Trial hjólin frá Sherco hafa náði miklum vinsældum og voru meðal annars Evrópumeistari og heimsmeistari í Trial 2008 báðir á Sherco hjólum. Einnig hefur Sherco unnið Scottish Six Days Trial (SSDT) keppnina fimm ár í röð. Að lokum má geta að það var ökumaður á Sherco Enduro hjóli sem sigraði Red Bull Romaniacs 2008, þetta er erfiðasta hard Enduro keppni heims, og var hann sá fyrsti til að sigra þessa keppni á fjórgengis hjóli. Þess fyrir utan framleiðir Sherco einnig 50cc skellinöðrur. Þjónustuaðili er hinn þaulreyndi Jón Bjarnarson í B Racing ehf sem hefur stundað Trial um árabil. Hægt er að fræðast nánar um Sherco hjólin á www.sherco.is

Leave a Reply