Dagskrá bikarkeppninnar á morgun – brautin nýlöguð!!!

Dagskrá_bikarmóts_27._ágúst_í_BolaölduHér má sjá dagskrána svona ca. ef aðstæður leyfa og allt gengur upp. Hugmyndin er að vera með 3 flokka, Karla A/B, Kvennaflokk og 85 flokk. Hver flokkur keyrir 4 moto í heildina og verður hvert þeirra aðeins 3 hringir. Við ætlum að auki keyra 2 moto saman þannig að td. 85 flokkur keyrir moto 1 og klárar og fer þá beint á startlínu og bíður þar eftir síðasta keppanda sem fær 1-2 mínútur til að jafna sig og þá er ræst aftur í moto 2. Eftir seinna motoið tekur næsti flokkur við og svo koll af kolli. Þetta er amk. tilraun og gengur vonandi sem skyldi en hugmyndin er að með svona stuttum motoum æfi menn meira hraða og auðvitað stört í brautinni.

Já og btw, eftir hjólaskóflu- og jarðýtuvinnu kvöldsins var brautin alveg geggjuð í kvöld. Reynsluökumenn kvöldsins héldu amk. ekki vatni yfir breytingunum og lagfæringum. Spáin er fín og þetta verður því fjör á morgun 🙂

2 hugrenningar um “Dagskrá bikarkeppninnar á morgun – brautin nýlöguð!!!”

  1. C-flokkur líka í boði en vegna fjölda áskorana hefur C-flokki verið bætt við dagskrána. Koma svo, græja hjólið og drífa sig uppeftir asap á eftir. Kv. Kli

Skildu eftir svar