Frá MSÍ: Íslandsmótaröðin í Enduro CC 2013

Íslandsmótið í Enduro CC mun hefjast með 1. og 2. umferð laugardaginn 22. júní í Sólbrekku við Grindavík. Kalt vor hefur heldur betur sett strik í reikninginn hvað varðar keppnishaldið í Enduro CC þetta árið og aflýsa varð fyrstu keppnishelginni sem átti að vera í byrjun maí. Önnur keppnishelgin átti svo að vera á Akureyri 15. júní en vegna ástandsins á akstursíþróttasvæði KKA vegna bleytu hefur einnig þurft að aflýsa þeirri keppni. Mótaröðin mun því byrja með 1. og 2. umferð laugardaginn 22. júní, 3. og 4. umferðin fer svo fram við Egilstaði 27. júlí, 5. og 6. umferðin á Suðurlandi í nágrenni Reykjavíkur (+100 km.) 31. ágúst og 7. og 8 umferðin mun svo fara fram á Akureyri.

Eins og í fyrra munu 3 bestu keppnisdagar gilda til Íslandsmeistaraúrslita, sem þýðir að keppendur geta sleppt einum keppnisdegi eða keppt í öllum keppnum ársins og slakasti árangur telur ekki til endanlegra úrslita. Stjórn MSÍ harmar þær aðstæður sem upp hafa komið en því miður getum við lítið gert þegar kemur að því að eiga við æðri máttarvöld. Það er von stjórnar MSÍ að við sjáum ykkur sem flest á komandi keppnistímabili og að við eigum eftir að eiga saman frábært Enduro CC sumar þrátt fyrir þessa erfiðleika við að byrja nýtt spennandi tímabil.

Skildu eftir svar