Vor í LOFTI ?

Hjólafólk vinsamlegast athugið.

Þar sem hlýindi undanfarinna daga hafa kveikt mikla hjólalöngun viljum við árétta!!!. Það verður að leyfa jarðveginum að jafna sig betur áður en farið er að sprautast út um allt á tuggunum. Hjólafar í viðkvæman jarðveg núna getur þýtt stórkostlega skemmd í vor. Vinsamlega nýtið ykkur brautirnar í Þorlákshöfn, það er leyfilegt og kostar bara 1000 kr að leika sér þar í heilan dag.

Einnig var tekin skoðunarferð á Bolaöldusvæðið, vegurinn þangað uppeftir er nánast ófær vegna leysinga. Allur jarðvegur utan vega er þar af leiðani enn viðkvæmari.

VEGURINN UPP Í BOLAÖLDU ER LOKAÐUR VEGNA LEYSINGA.

Hjólakveðja.

Stjórn VÍK.

 

Skildu eftir svar