Endúrókeppni á Flúðum á laugardaginn

Smá sýnishorn af aðstæðum

Við hvetjum alla að skreppa í bíltúr á laugardaginn uppí Hrunamannahrepp og fylgjast með endúrókeppninni á Flúðum. Brautin er mjög áhorfendavæn og ekki skemmir fyrir að Kvenfélag Hrunamannahrepps verður með veitingasölu á svæðinu milli 11:00 og 15:00 en pönnsurnar þeirra eru náttúrulega heimsfrægar. Til að finna svæðið má sjá hér fyrir neðan kort að svæðinu og brautinni í nokkrum útgáfum.
Endúrónefndin lofar okkur skemmtilegri braut með góðu flæði, þeir eru þó til í aðstoð við brautargæslu og þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Gugga eða Einar Sig.

Alls eru 95 skráðir í keppnina
í eftirafarandi flokkum:
Tvímenningsflokkur: 8 lið
85cc: 2
B 40+: 22
B flokkur: 34
ECC2: 9
ECC1: 6
Kvennafl: 6

Hvar er svæðið?

Það er ekið eins og venjulega að Flúðum í gegnum Selfoss/Skeið og rétt áður en komið er að Flúðum þá er tekinn afleggjari sem heitir 344 Hruni.
Hann er ekinn ca 6,5km þar til ekið er inn afleggjara sem heitir Laugar.
Eftir það ætti ekki að fara framhjá fólki hvar þetta er þar sem að brautinn sést þaðan fljótlega. Bóndabærin heitir Reykjadalur.

Svona liggur brautin
Sveitin séð úr geimnum

Hér er brautin

3 hugrenningar um “Endúrókeppni á Flúðum á laugardaginn”

  1. Það er verið að vinna í Klausturslistanum og hann ætti að klárast fljótlega – það er alltaf heilmikil vinna að púsla honum saman en klárast vonandi fljótlega. Kv. Keli

Skildu eftir svar