Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði

Sett hefur verið á laggirnar ný bikarmótaröð í samvinnu við Suzuki umboðið á Íslandi sem verður í formi stigakeppni.  Keppt verður í þriggja móta röð og eru glæsileg aðalverðlaun í boði og má þar fyrst og fremst nefna keppnisstyrkur frá Suzuki fyrir allt árið 2013 ásamt því að veitt verða verðlaun í öllum mótunum frá Suzuki.  Til þess að eiga möguleika á þessum glæsilega aðalvinning þarf viðkomandi að vera efstur að stigum í Pro flokki í lok sumars.  Suzuki blæs til þessara mótaraðar í samvinnu við þrjá klúbba og eru það VÍFA upp á Akranesi, UMFS á Selfossi og MotoMos í Mosfellsbæ.  Fyrsta keppnin mun fara fram á Selfossi þann 17 maí næstkomandi og er verið að undirbúa opnun á skráningu á vef MSÍ.  Öll skráning mun fara í gegnum vef MSÍ, www.msisport.is, og þurfa keppendur að eiga senda til að geta tekið þátt þó með einni undantekningu.  Boðið verður upp á „Nýliðaflokk“ þar sem aðilar geta komið sem svo sannarlega hafa ekki keppt áður og fengið að taka þátt í því skyni að kynnast því hvernig er að keppa.  Fyrir viðkomandi er nóg að senda póst á eitt ákveðið netfnag og verður netfangið auglýst síðar.  Þessi flokkur verður ekki keyrður ef þátttaka verður undir tíu keppendur í hverri keppni en þetta er liður Suzuki og klúbbana í að reyna að fá nýliða til að prófa að keppa.  Lágmarksstærð hjóla í „Nýliðaflokkinn“ er 125cc tvígengis eða stærri og er keyrt í 2 x 10 mínútur plús tveir hringir.  Í stað þess að nota tímamæla í þessum flokki að þá verður talið.  Af öðrum flokkum er að frétta að keppt verður í MX kvenna ásamt 85cc og svo Pro flokk sem mun skiptast í A og B flokk.  

Mun tímataka ákveða hvort viðkomandi er A eða B ökumaður en flokkarnir verða ekki keyrðir saman heldur í sitt hvoru lagi.  Hröðustu 25 keppendur munu skipa Pro A flokk og hinir sem eru með lélegri tíma í tímatöku en hröðustu 25 fara í Pro B flokk.  Keyrt verður í 3 x 15 mínútur plús tvo hringi.  MX Kvenna og 85cc verður keyrður saman og munu þau keyra 3 x 10 mínútur plús tvo hringi en veitt verða verðlaun fyrir sitt hvorn hópinn, þ.e. sérverðlaun í MX kvenna og sérverðlaun í 85cc.  En annars lítur þetta svona út.

  • Nýliðaflokkur – 2 x 10 mínútur + 2 hringir (mega ekki hafa keppt áður í Íslandsmeistaramóti í motocrossi)
  • 85cc og kvennaflokkur – 3 x 10 mínútur + 2 hringir
  • Pro B flokkur – 3 x 15 mínútur + 2 hringir
  • Pro A flokkur – 3 x 15 mínútur + 2 hringir

Almennar keppnisreglur MSÍ munu gilda og þurfa hjól að verða tryggð og á númerum til að geta tekið þátt.  Suzuki umboðið og klúbbarnir sem að þessu koma áskilja sér rétt til breytingar á keppnisdagskrá eftir því sem þurfa þykir.  Keppnisgjald er 5.000 kr. og mun öll skráning fara í gegnum vef MSÍ eins og áður hefur komið fram.  Ekki verður endurgreitt ef keppandi mætir ekki eða getur ekki tekið þátt heldur mun keppnisgjaldið þá renna til uppbyggingar á svæðum félagana.

Eins og áður hefur komið fram að þá er þrjú moto og telja þó öll til stiga.  Stigagjöf er með sama fyrirkomulagi og á Íslandsmeistarmótinu í motocrossi.  Sá sem er efstur að stigum að þremur mótum liðnum í Pro A flokki fær að launum styrktarsamning frá Suzuki umboðinu fyrir allt keppnistímabilið 2013 og innifalið í því er afnot af nýju Suzuki motocrosshjóli að eigin vali til æfinga og keppni á því tímabili ásamt keppnisgalla og ýmsum öðrum fríðindum.  Þannig að til mikils er að vinna fyrir þann sem hreppir hnossið enda ekki um dónalega hjól að ræða.

Sem sagt fyrsta mótið fer fram þann 17 maí í glæsilegri og stækkaðri braut UMFS á Selfossi.  Næsta keppni fer fram 23 júní í endurbættri braut VÍFA upp á Skaga (Akrabraut) þar sem búið er að setja upp starthlið og meira til.  Síðasta keppnin fer síðan fram í MotoMos og miðað við núverandi dagskrá að þá gerum við ráð fyrir að hún fari fram 18 ágúst þar sem aðalverðlaunin verða veitt.  Þessi dagsetning gæti breyst eithvað en þá verður það auglýst mjög ítarlega.  Sem sagt keppnirnar munu raðast þannig:

  • UMFS Selfoss – 17 maí
  • VÍFA Akranesi – 23 júní
  • MotoMos Mosfellsbær – 18 ágúst

Keppnisdagskráinn er tilbúin en hún verður birt fljótlega en þó með fyrirvara og gæti tekið breytingum á næstu dögum.  Einnig munum við birta ítarlegri upplýsingar um keppnina sjálfa.  Nú er bara að fara að æfa sig og ljóst að það er nóg um að vera í þessu sporti á Íslandi…

Ein hugrenning um “Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði”

Skildu eftir svar