Hausttúr um syðra Fjallsbak

Við fórum 7 saman í gær 170 km. túr um syðra Fjallabak í frábæru veðri. Tókum af fyrir innan Keldur og héldum í Hungursfit og Krók og yfir Kölduklofskvísl framhjá Hvanngili og stoppuðum í Álftavatni við skála Ferðafélagsins.
Þar heilsuðum við uppá skálavörðin og áttum við gott spjall við hana. Meðal annars ræddum við hópinn sem þyrlan var send eftir fyrir 2 vikum. Hún vildi meina að eftir að verðirnir í Álftavatni og Hvanngili höfðu rætt saman

í talstöð á bylgju sem lögreglan á Hvolsvelli hafi aðgang að hafi allt í einu þyrlan komið og vildi ekki kannast við að skálaverðirnir höfðu óskað eftir henni.
Aðal málið er hins vegar að þegar við ferðumst á þessum slóðum verðum við að passa okkur þegar við mætm bílum og ökum framhjá skálunum, slá aðeins af og reyna að haga okkur vel. Það er að sjálfsögðu almenn kurteisi að stoppa við suma skálana, taka af okkur hjálmana og bjóða góðan daginn, það er líka gott að skýra okkar sjónarmið og ferðamáta fyrir þessu fólki. Félagar sýnum öðrum á fjöllum þá virðingu sem við viljum að þeir sýni okkur. kveðja, Karl Gunnlaugsson

Skildu eftir svar