Skráning er hafin í Bikarmót í Motocross

Keppnin verður haldin laugardaginn 16.september í Bolöldubraut (hjá Litlu kaffistofunni) og það er VÍK sem heldur keppnina. Tveir nýjir flokkar verða keyrðir með 125 flokknum en það eru 40+ og 45+.

Í þessa flokkast komast aðeins þeir sem eru fæddir 1966 og fyrr og 1961 og fyrr, en keppendur mega ekki hafa hlotið mjög mörg stig til Íslandsmeistara í MX1 2006. Þannig er gert ráð fyrir öllum eldri Íslandsmeisturum og snillingum sem lagt hafa keppnisgallann nánast á hilluna.

Í MX1 verður tímataka og besti tími fer í riðil 1, annar besti tími riðil 2. 8 fyrstu úr hvorum riðli fara beint áfram í úrslit en restin fær síðasta séns og verða það 6 keppendur sem fara áfram úr honum í úrslitin sem verða keyrð í 20mín + 2 hringi. Keppnisstjórn áskilur sér rétt að breyta dagskrá eftir þátttöku.

Vinningar verða veglegir í boði fjölda fyrirtækja og keppnin verður vel kynnt. Klárum sumarið með stæl á nýju svæði.

Keppnisgjald er greitt með millifærslu á reikning nr. 537-26-501101kt. 480592-2639 og verða greiðendur að setja keppnisnúmer sem tilvísun og senda kvittun á vik@motocross.is

Brautin verður lokuð frá og með föstudeginum 15.09.2006. Opnunartími í brautinni þangað til er frá kl. 14:00 – 22:00 virka daga og 10:00 – 18:00 um helgar. Miðar í brautina
eru til sölu í Litlu kaffistofunni.

Keppnisstjóri: Einar Bjarnasson
Brautarstjóri: Reynir Jónsson
Tímavörður: Einar Smárason
Yfirflaggari: Birgir
 Már Georgsson

Dagskrá – Bikarmót VÍK – Bolalda – 2006
  Á ráslínu Byrjar Lengd Öryggistími ATH

Mæting – Skoðun

  10:00      
           
Tímataka og upphitun 85 og kvennaflokkur 10:30 10:30 15:00 05:00  
           
Tímataka og upphitun 125 flokkur, 40+ og 45+ 10:50 10:50 20:00 05:00  
           
Tímataka og upphitun MX1 11:10 11:15 40:00 05:00  

 Skoðun lokið

  11:15      
Moto 1: 85 og kvennaflokkur 11:55 12:00 10:00 08:00  + 1 hringur
           
Moto 1: 125 flokkur, 40+ og 45+ 12:13 12:18 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 2: 85 og kvennaflokkur 12:36 12:41 10:00 09:00  + 1 hringur
           
Riðill 1: MX1 12:55 13:00 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Riðill 2: MX1 13:18 13:23 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 2: 125 flokkur, 40+ og 45+ 13:41 13:46 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Síðasti séns MX1 14:04 14:09 10:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 3 125 flokkur, 40+ og 45+ 14:22 14:27 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Úrslit MX1 14:45 14:50 20:00    + 2 hringir
           
Verðlaunaafhending   15:30      


Skildu eftir svar