1. umferð Íslandsmótsins í Enduro CC fer fram í Bolaöldu

1. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ í Enduro CC fer fram laugardaginn 14. maíá akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu. Tafist hefur að opna skráningu í keppnina þar sem engin nothæf svæði hafa fundist vegna bleytu. Veðurfar í mars og apríl hefur ekki verið hagstætt og var farið að líta út fyrir að fresta yrði keppninni. Stjórn VÍK kom saman í dag í Bolaöldu og voru farnir prufuhringir um svæðið og lofar það góðu enda svæðið tekið ótrúlega vel við sér síðustu þrjá daga en þar var allt á kafi í snjó um síðustu helgi.

Skráning mun opna á morgun á msisport.is og einnig verða birtar uppfærðar Enduro CC reglur ásamt keppnisdagskrá. Helstu breytingar frá síðasta ári verða að aftur verða keyrðar tvær umferðir á keppnisdag. Meistaradeild, Tvímenningur og B flokkur munu allir keyra saman í brautinni og verða ræstir með 30 sek. millibili. Meistaradeild og Tvímenningur verða keyrðir á AMB tímatökubúnaðinum líkt og verið hefur en til stendur að keyra B flokk á „bólu“ tímatökubúnaði líkt og gert hefur verið á Klaustri, þetta þýðir að keppendurí B flokk þurfa ekki að útvega sér tímatökusendi. Allar nánari upplýsingar munu koma fram hér næstu daga.

 

3 hugrenningar um “1. umferð Íslandsmótsins í Enduro CC fer fram í Bolaöldu”

  1. Svæðið verður opnað um leið og hægt er. Vantar aðeins uppá ennþá. Vonandi verður það hægt um helgina, amk í Jósefsdalinn.

  2. Nýjustu fréttir af MSÍ

    5. maí 20111. & 2. umferð E-CC skráning opin til 10. maí.Skráning fyrir 1. og 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro CC hefur verið opnuð hér á msisport.is. Skráningarkerfið verður opið til kl: 21:00 þriðjudaginn 10. maí. Engar undantekningar verða gerðar á skráningu eftir að skráningartíma líkur, keppendur þurfa að prófa innskráningu á msisport.is tímanlega og tilkynna með 1-2 sólahrings fyrirvara ef innskráning virkar ekki þannig að hægt sé að bregðast við vandamálum sem upp koma tímanlega.

    Keppnisgjöld eru óbreytt frá 2010, B flokkur, B Kvenna, B 40+ og B 85cc greiða 5.000,- / Meistaraflokkur E-CC1 og E-CC2 greiða 6.000,- og Tvímenningur 10.000,- Varðandi skráningu íTvímenningsflokk þá skráir einn keppandi liðið og sendir tilkynningu á skraning@msisport.is um liðsfélaga. MSÍ útvegar Tvímenningsliðum keppnisnúmer eftir óskum liðs en sækja þarf um númer á skraning@msisport.is fyrir viðkomandi lið, muna að tilkynna fullt nafn þess sem á skráninguna og liðsfélaga.

    Allir keppendur sem taka þátt í Íslandsmeistarkeppnum MSÍ þurfa að hafa greitt félagsgjöld til síns aðildarfélags fyrir viðkomandi keppnistímabil.

    Aksturstími fyrir Meistaradeild E-CC1 / E-CC2 og Tvímenning er 2x 90 mín. Aksturstími fyrir B flokka er 2x 45 mín.

    Nánari keppnisdagskrá ásamt uppfærslu á reglum mun birtast hér á msisport.is á næstu dögum.

Skildu eftir svar