Bolaalda – Motocrossbrautirnar opna í hádeginu á morgun 14.5.17

 

Þessi mynd er tekin 13.5.17 við undirbúning brautarinnar.

Á morgun, sunnudaginn 14.5.17 kl. 12:00 á hádegi, ætlum við að opna motocrossbrautirnar í Bolaöldu. Við höfum ekki komist í að skoða slóðana en við munum gera það á morgun og láta vita hvort þeir séu tilbúnir eða ekki. Við hvetjum flesta til þess að koma núna þegar rakastigið er flott eftir veturinn. Við minnum á dagspassana og árskortin. Hægt verður að kaupa bæði á staðnum en annars minnum við á ÞETTA og miðasöluna okkar á Olís Rauðavatni.

Stjórnin

Skildu eftir svar